Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Fríverslunarsamningur við Kína samþykktur af Alþingi
skjaldarmerki_g_upplausn.jpgÞá hefur Alþingi með afgerandi meirhluta samþykkt þingsályktunartillögu um fullgildingu fríverslunarsamnings við Kína. Eins og áður hefur komið fram voru Samtök verslunar og þjónustu eindregið fylgjandi þessum samningi enda felast í honum að mati samtakanna gríðarmikil tækifæri fyrir aðildarfyrirtæki þeirra. Nær öll önnur samtök í atvinnulífinu hafa verið sama sinnis og hafa hvatt til staðfestingar samningsins.

Samtökin hafa ítrekað bent á þá erfiðu stöðu sem íslensk verslun býr við varðandi innflutning frá Asíuríkjum. Þar kemur einkum til sú staðreynd að stór hluti þess varnings sem fluttur er inn frá þessum löndum hefur viðkomu í einhverju aðildarríkja Evrópusambandsins sem leggur toll á vörur sem framleiddar eru í flestum Asíuríkjum. Þessi tollur fæst ekki endurgreiddur þegar varan er seld áfram til Ísland. Stór hluti þessara vara er því tvítollaður þar sem þær bera einnig toll við innflutning til Íslands.

Lesa meira...
 

Kvartað undan starfsháttum Seðlabanka Íslands
sedlabanki.jpgSVÞ hafa sent erindi á umboðsmann Alþingis þar sem kvartað er undan starfsháttum og málsmeðferð Seðlabanka Íslands. Nánar tiltekið er kvartað undan drætti Seðlabanka Íslands á að afgreiða tvö erindi sem samtökin sendu á bankann í byrjun árs 2013. SVÞ hafa ítrekað erindi þessi reglulega en án árangurs og því er þeim ósvarað ári eftir að hafa borist bankanum.

Hinn 22. janúar sl. sendu SVÞ kvörtun á umboðsmann Alþingis vegna samskipta samtakanna við Seðlabanka Íslands. Kvartað er undan málsmeðferð Seðlabanka Íslands vegna tveggja erinda sem SVÞ, f.h. vátryggingamiðlara innan samtakanna, beindu að bankanum í ársbyrjun 2013. Er um að ræða erindi þar sem leitað var staðfestingar á túlkun bankans varðandi gjaldeyrishöft og þá þjónustu sem undanskilin væri höftunum. Þess ber að geta að bankinn hafði þá þegar árið 2011 gefið óformlegt svar við þeirri spurningu og var því m.a. leitað eftir formlegri staðfestingu á því svari.

Lesa meira...
 

Menntafyrirtæki og menntasproti ársins

capture.pngSamtök atvinnulífsins ásamt sjö aðildarsamtökum SA efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars 2014 á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12.30-16.30. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.

Á Menntadeginum munu forsvarsmenn fjölbreyttra fyrirtækja fjalla um mikilvægi menntunar starfsfólks og nauðsynlegar breytingar á menntakerfinu. Greint verður frá könnun um viðhorf framhaldsskólanema til bóknáms og verknáms og erlendar fyrirmyndir skoðaðar.

Á menntadeginum verða Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í fyrsta sinn til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.  Óskað er eftir tilnefningum frá þér og er fyrirtækið þitt ekki undanskilið til að vera tilnefnt annað hvort til verðlauna sem Menntafyrirtæki ársins eða Menntasproti ársins.

Sjá auglýsingu hér

 

Sáttmáli um upprunamerkingar matvæla
hrtt_kjt.jpgSamtök atvinnulífsins, Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa gert með sér sáttmála um átaksverkefni til að bæta upprunamerkingar matvæla sem standa mun út árið 2014. Tilefni þess að ráðist er í þetta verkefni eru tilvik sem upp komu upp á s.l. ári þar sem innlendir framleiðendur á kjúklingakjöti, svínakjöti og mjólkurvörum urðu uppvísir að því að hafa flutt inn þessar vörur, en selt þær til neytenda sem íslenskar.

SVÞ mun eiga fulltrúa sinn í verkefnisstjórninni, en það er Lárus M. K. Ólafsson, lögmaður samtakanna.

Lesa meira...
 

Hús atvinnulífsins góðan daginn!

b_35_mynd_af_hsinu.jpgNýtt sameiginlegt símanúmer fyrir Hús atvinnulífsins er 59 10 000.  Þar er svarað í símann fyrir Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þess frá kl. 8.30-16.30.  Símanúmer SVÞ 511 3000 er áfram í fullu gildi en sameiginlegt skiptiborð tekur við öllum símtölum. Beina síma starfsmanna SVÞ má finna hér .

Tekið er á móti félagsmönnum og gestum sem eiga leið í Hús atvinnulífsins í sameiginlegri móttöku á fyrstu hæð. Þar er jafnframt að finna nýjan fundarsal og fundarherbergi sem eiga eftir að koma að góðum notum. Þar er einnig aðstaða þar sem félagsmenn geta tyllt sér niður, gætt sér á kaffi eða tesopa, og rætt helstu mál ef þeir eiga leið um Borgartúnið.

 

Breyting á starfsreglum Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks

svs_rammi.pngSamþykktar hafa verið nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks, sjá kynningu hér.   Nýjar reglur eiga að gera félagsmönnum með lægri laun kleyft að ávinna sér inn réttindi hraðar. Einnig er það von sjóðsins að nýju reglurnar hvetji félagsmenn til frekari þátttöku í símenntun. 

Um áramótin 2013-2014 mun tveggja ára aðlögunartímabil hefjast þar sem stefnt er að því að félagsmenn geti sótt um í Starfsmenntasjóðinn samkvæmt því kerfi sem hagnast þeim best.

 








1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]