Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Aldrei meiri erlend kortavelta í einum mánuđi
26. ágúst 2014
kortavelta_e._tgjaldalium_072014.pngSamkvæmt frétt frá Rannsóknasetri verslunarinnar var greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í júlí 18,3 milljarðar kr. Eftir því sem næst verður komist hefur erlend kortavelta aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Sama mánuði í fyrra var erlend kortavelta næstum 15,4 milljarðar kr. og jókst því um 19% á milli ára.

Mest aukning var í ýmsum skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun, ferðum með leiðsögn og öðrum tegundum pakkaferða. Í þeim flokki var 52% aukning og greiddu ferðamenn með kortum sínum 2,6 milljarða í júlí. Þá eru ekki meðtaldar greiðslur með reiðufé eða það sem greitt var gegnum milliliði áður en til Íslands var komið.

Aðra sögu er að segja af ferðum Íslendinga. Svo virðist sem Íslendingar sæki meira í ferðalög til útlanda því kortavelta Íslendinga vegna gistingar innanlands dróst saman um 6% í júlí frá sama mánuði í fyrra á meðan greiðslur vegna flugferða jókst um 6%. Þá sýna tölur Seðlabanka að kortavelta Íslendingar erlendis hafi verið 5,7 milljarðar kr. og aukist um 15,8%  frá sama mánuði í fyrra.
Lesa meira...
 
Hversu sterk ţurfa rökin ađ vera?
26. ágúst 2014
nautakjot.jpgBlaðagrein í Fréttablaðinu 23.8.2014 - Höfundur: Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ
Eins og ítrekað hefur komið fram að undanförnu,  þá annar innlend framleiðsla á nautakjöti ekki þeirri eftirspurn sem nú er eftir þeirri vöru hér á landi.  Ennfremur liggur það fyrir að innlend framleiðsla mun ekki á komandi árum geta annað hinni auknu eftirspurn sem er eftir nautakjöti. Það hafa nautgipabændur sjálfir viðurkennt.

Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enga tilburði uppi í þá átt að laga þessa stöðu.  Þvert á móti leggjast þau kerfisbundið gegn öllum aðgerðum sem geta komið jafnvægi á nautakjötsmarkaðinn. Áfram eru óskir hagsmunaaðila um að fá að  flytja inn nautakjöt, án himinhárra tolla, að engu hafðar. Tollar, sem þó undarlegt megi virðast, hækka í hlutfalli við hækkandi verð vörunnar á innanlandsmarkaði.  Stjórnvöld hafa hingað til lagst gegn innflutningi á nýju kúakyni sem gæti, þegar fram líða stundir,  gert innlenda framleiðendur ágætlega í stakk búna til að framleiða meira af nautakjöti en þeir nú geta.

Lesa meira...
 
Árbók verslunarinnar 2014
18. ágúst 2014
rbk_verslunarinnar_2014_-_forsa.jpg Rannsóknasetur verslunarinnar hefur gefið út Árbók verslunarinnar 2014. Í henni eru teknar saman upplýsingar um hagræna og lýðfræðilega þróun sem snýr að verslun 2013 og árin þar á undan. Þetta er í áttunda árið sem Árbók verslunarinnar er gefin út í samstarfi við Kaupmannasamtök Íslands. Þó grunnurinn sé sá sami og áður hefur heldur meiri áhersla verið lögð á verslun og viðskipti sem snúa að ferðaþjónustu að þessu sinni. Ætla má að sú áherslubreyting haldi áfram þar sem Rannsóknasetur verslunarinnar aflar sífellt meiri gagna um þróun í ferðaþjónustu.
 
Tilgangur útgáfunnar, nú sem fyrr, er að auðvelda stjórnendum í verslun að taka ákvarðanir á grundvelli hagrænna þátta sem hafa áhrif á rekstrarskilyrði verslunar. Árbókin er einnig í vaxandi mæli notuð sem fræðslu- og uppsláttarrit fyrir þá sem vilja fræðast um verslun á Íslandi. Allar skýringarmyndir eru með enskum texta sem ætti að auðvelda enskumælandi fólki að fylgjast með þróun verslunar hér á landi.
 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1002
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg