Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Takk fyrir bođ á setningu Búnađarţings
05. mars 2015
margret.pngBlaðagrein birt í Morgunblaðinu 5.3.2015
Höfundur:  Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Mér var boðið á setningu Búnaðarþings sl. sunnudag ásamt eiginmanni og þáði ég það boð.  Athöfnin var bæði áhugaverð og glæsileg í alla staði. Kraftur og nýjungar hjá íslenskum bændum er til fyrirmyndar og er ég sem Íslendingur stolt af þessari atvinnugrein. Í ræðum formanns Bændasamtaka og forsætisráðherra var meðal annars verið að skammast út í forsvarsmenn verslunarinnar í landinu og þó ég sé ekki að kalla eftir gagnrýnislausri umfjöllun, þá finnst mér að umræðan þurfi að færast úr skotgröfunum og yfir í málefnalegri farveg. Ég vil stuðla að uppbyggilegum samræðum um það sem betur má fara. Ég vil því beina orðum mínum að þeim atriðum sem við erum sammála um og vert er að halda til haga í opinberri umræðu:

Góðar íslenskar landbúnaðarvörur
Íslenskar landbúnaðarvörur eru almennt til fyrirmyndar og því hef ég kynnst  þegar ég bjó erlendis en á þessum tíma saknaði ég mjög íslenska lambakjötsins og brauðostsins. Var söknuðurinn orðinn það sár að ættingjar og vinir sem heimsóttu okkur voru komnir í beinan útflutning á ýmsum landbúnaðarvörum. Þá er ótalin þau jákvæðu viðbrögð sem okkar íslenska skyr og lambakjöt hefur fengið á erlendri grundu og mætti lengi telja.  

Lesa meira...
 
Njarđarskjöldur og Freyjusómi
02. mars 2015

img_1801c.jpgNjarðarskjöldurinn og Freyjusómi 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu, fimmtudaginn 26. nóvember sl. Njarðarskjöldin fékk 66°Norður og Freyjusómann blómabúðin Upplifun, bækur og blóm.  

Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi eru viðurkenningar og hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar, Miðborgarinnar okkar, Félags atvinnurekenda, SVÞ -Samtaka verslunar og þjónustu, Kaup­mannasam­tök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Ísland.

Njarðarskjöldur­inn er nú veittur í nítjánda sinn en markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og auk­innar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík.  Að þessu sinni fékk verslunin 66°norður viðurkenninguna og sagði dómnefnd eftirfarandi: Þjónustustigið hjá þeim er með því besta sem gerist, persónuleg þjónusta og áhugi starfsmanna að leiðbeina og selja viðskiptavinum hágæða vöru. Vöruúrval og framsetning með miklum sóma. Verslunin er björt og falleg og ber vitni um hágæða íslenska framleiðslu og góða þjónustu.

Lesa meira...
 
Frá hvađa landi kemur maturinn?
26. febrúar 2015
sa-upprunamerkingar-2015-net.jpgSamtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins ásamt öðrum aðildarfélögum SA og fleiri hagsmunaaðilum hafa gefið út leiðbeiningar til neytenda, matvælaframleiðanda, verslana og veitingastaða um upprunamerkingar matvæla. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi merkinganna en í leiðbeiningunum er gildandi reglum lýst á einfaldan hátt og settar fram tillögur um merkingar á matvælum sem reglur um upprunamerkingar hafa ekki enn náð til.

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill bæta upprunamerkingar matvæla. Þannig skiptir það meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland sé á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þá telja tveir þriðju að það sé óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla, s.s. á beikoni sem er framleitt á Íslandi úr innfluttum svínasíðum.

Ísland er matvælaland með öfluga og fjölbreytta matvælaframleiðslu en orðspor okkar er háð gæðum íslenskrar framleiðslu. Á vettvangi ESB hafa verið settar reglur um upplýsingar um upprunaland eða upprunastað megininnihaldsefnis matvæla sem taka fljótlega gildi hér á landi. Fyrir íslenska framleiðendur, heild- og smásöluverslun og veitingastaði er þó ekki eftir neinu að bíða. Ísland á að vera í fararbroddi þegar kemur að upprunamerkingu matvæla. Það er sjálfsögð upplýsingagjöf til neytenda og stuðlar að auknum gæðum og samkeppni milli framleiðenda.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1046
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg