Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Aukning um tvo milljarđa í september
29. október 2014

kortavelta_e._tgjaldalium_09_2014.jpgSamkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar var erlend greiðslukortavelta hér á landi  9,4 milljarðar króna í september sem er 1,9 milljarði króna meira en í sama mánuði í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur erlend greiðslukortavelta aukist um 26%.

Hæstu upphæðum í september vörðu erlendir ferðamenn til hótel- og gistihúsa, 2 milljarða kr., sem er 25,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Sá útgjaldaliður sem mest aukning varð í frá september í fyrra var í Ýmsa ferðaþjónustu eins og skoðunarferðir, hvalaskoðun og aðrar skipulagðar ferðir, eða sem nam 58,6%.

Lesa meira...
 
Aukin sala varanlegra neysluvara
20. október 2014
prosentutakn.jpgSamkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar sýna veltutölur verslunar í september áframhaldandi aukna sölu varanlegra neysluvara samanborið við sama tíma í fyrra. Sem dæmi eykst sala raftækja um 24% frá fyrra ári, og flokkar byggingavara og húsgagna vaxa hvor um sig um 15% frá sama mánuði árið 2013 mælt á föstu verðlagi.

Samhliða styrkingu krónunnar hefur verð innfluttra vara lækkað nokkuð en verðvísitala raftækja hefur sem dæmi lækkað um 3% síðustu 12 mánuði og verðvísitala húsgagna um 5,7%. Vöxtur í sölu byggingavara verður þó ekki rakinn til lækkunar verðs en verðvísitala byggingavöru stendur að mestu í stað frá fyrra ári.

Það sama er uppi á teningnum hvað varðar aðrar innfluttar neysluvörur líkt og fatnað og skó, sem og hina ólíku undirflokka raftækja, velta fer almennt vaxandi og verðlag lækkandi. Af þeim flokkum sem falla undir smásöluvísitöluna hækkaði einungis verð eins flokks, áfengis, en hækkun áfengisverðs var 1,7% frá fyrra ári. Verð á öðrum vöruflokkum lækkaði frá því í fyrra.


Lesa meira...
 
Stađa verslunar á Íslandi - ţróun og framtíđ
13. október 2014
mag6_verslun_netid_forsida.jpg Fullt var út úr dyrum á morgunfundi Landsbankans um fjárfestingartækifæri í verslun og þjónustu sem haldinn var í Hörpu í, fimmtudaginn 9. október sl. Þar kom m.a. fram að sex árum eftir fall fjármálakerfisins er einkaneysla íslenskra heimila langt undir sögulegu meðalatali. Ný úttekt Hagfræðideildar Landsbankans sem var kynnt á fundinum leiðir m.a. í ljós ekkert þróað ríki er með minni einkaneyslu sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildarinnar, sagði þó á fundinum að hlutfall einkaneyslu hafi verið óeðlilega lágt árið 2013 og að líklegt sé að hlutfallið muni aukast hér á landi á næstu árum. Auk Daníels fluttu erindi þeir Finnur Árnason, forstjóri Haga, Jón Björnsson, forstjóri hjá Festi og Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir. Finnur fjallaði um reynslu Haga af skráningu félagins og Jón Björnsson ræddi stöðu verslunar og þeirra fyrirtækja sem hann veitir forstöðu. Jón Diðrik velti hins vegar fyrir sér hvað verslunarfyrirtæki þurfa að hafa svo þau sé áhugaverð fyrir almenna fjárfesta. Fundarstjóri var Margrét Sanders, formaður SVÞ.

Samhliða fundinum gaf Landsbankinn út tímarit um verslun. Í því er fjallað um stöðu verslunarinnar, þróun og framtíð.
Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1018
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg