Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Hver ferđamađur eyđir 15% meira en í fyrra
21. maí 2015
kortavelta_e._tgjaldalium_04_2015.pngÍ tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar kemur fram að erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum 9,3 milljarða króna í apríl sem er 39,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Líkt og undanfarna mánuði var hæsti útgjaldaliðurinn greiðslur til innlendra ferðaskipuleggjenda vegna ferða um landið. Fyrir slíkar ferðir greiddu ferðamenn 2,5 milljarða króna í mánuðinum sem er 113% hærri upphæð en í apríl í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna gistingar um 37% á milli ára. Erlend kortavelta í íslenskum verslunum nam 1,2 milljarði króna í apríl sem er 14% vöxtur frá sama mánuði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar kortaveltu í verslunum var í gjafa- og minjagripaverslunum, eða sem nam 43%.

Athygli vekur að í apríl var 15,3% hærri greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins heldur en í apríl fyrir ári síðan, ef miðað er við fjölda ferðamanna samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð. Svisslendingar og Rússar eru þeir sem eyða mestu á hvern einstakling þegar borin eru saman þjóðerni ferðamanna.

1,1 milljarður í bílaleigur og bensín
Athyglisvert er að greina ferðamáta erlendra gesta innanlands þegar höfð er til hliðsjónar velta greiðslukorta eftir útgjaldaliðum. Samkvæmt útgjaldatölum virðast þeir ferðamenn sem ferðast á eigin vegum helst kjósa að ferðast í bílaleigubílum. Næst hæstum upphæðum er varið í flug, í þriðja sæti eru rútuferðir og að lokum ferjusiglingar.

Lesa meira...
 
Mismunun varđandi innheimtu á ţáverandi sykurskatti
20. maí 2015
sykurmolar.jpgFréttatilkynning send til fjölmiðla 20.5.2015
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 25. mars 2013 kvörtun á Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þar sem vakin var athygli stofnunarinnar á mismunun á innheimtu á vörugjöldum, nánar tiltekið svokölluðum sykurskatti, en að mati samtakanna fól sú innheimta í sér mismunun á milli innlendra framleiðenda og innflytjenda. Sykurskatturinn var aflagður um síðustu áramót þegar lög um vörugjald voru felld niður. Eftir standa þó álitamál um hvort þáverandi innheimta sykurskattsins hafi falið í sér mismunum hvað varðar innheimtu þeirra gjalda.

Með umræddu fyrirkomulagi var aðilum í raun mismunað eftir því hvort um var að ræða vöru sem framleidd var hér á landi eða fullunnin í öðru aðildarríki EES-samningsins. Nánar tiltekið fólst sú mismunun í því að innlendum framleiðendum stóð til boða að greiða umrædd vörugjöld eftir á og í samræmi við það magn sem sannarlega var nýtt hverju sinni. Þannig þurfti ekki að greiða fyrir þær vörur sem t.d. döguðu uppi á lager framleiðenda. Hins vegar bar innflytjendum að greiða við innflutning vörugjald á fullunnum vörum og taka um leið á sig öll afföll sem verða á hinni gjaldskyldu vöru.

Lesa meira...
 
Dró úr vexti í apríl
15. maí 2015
prosentutakn.jpgSamkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar  hægði heldur á þeim vexti sem verið hefur í sölu smásöluverslana undanfarna mánuði í apríl síðastliðnum. Þannig dróst velta dagvöruverslana saman um 4,0% að raunvirði og 1,8% samdráttur var í sölu á byggingavörum. Enn var þó vöxtur í raftækjaverslun sem nam 14,4% að raunvirði frá sama mánuði í fyrra og húsgagnasala var 8,7% meiri en í apríl í fyrra að raungildi. Þá jókst sala á áfengi um 5,1%.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir minni sölu dagvöruverslana en í fyrra, eins og tímasetning páska og vikudagamunur. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundna þætti jókst salan um 0,4% frá apríl í fyrra. Þá má ekki gleyma að veðurfræðilegir þættir hafa ávallt einhver áhrif á sölu dagvöru og gæti vorhretið í apríl síðastliðnum haft einhver áhrif á minni sölu. Verð á dagvöru var 1,4% hærra í apríl síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, sem rekja má til skattbreytinga á matvæli sem urðu um síðustu áramót. Hins vegar lækkaði verðið um 0,1% frá mars, mánuðinum á undan.
Sala á fötum var 2% minni í apríl síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. En þegar horft er til sölunnar síðustu fjóra mánuði í samanburði við sömu fjóra mánuði í fyrra kemur í ljós að samanlögð raunvelta fataverslana á þessu fjögurra mánaða tímabili hefur aukist um 3,9%. Þetta er þó mun minni aukning í samanburði við þann vöxt sem átt hefur sér stað í öðrum tegundum sérvöruverslana.

Fréttatilkynning RSV.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1064
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg