Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Verđ lćkkar og velta eykst
14. júlí 2014
prosentutakn.jpgSamkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar hefur verð á dagvöru lækkað um 1,4% frá áramótum og veltan eykst jafnt og þétt. Verð á áfengi hefur lækkað um 0,1% á þessum tíma. Hins vegar hefur verð á fötum og skóm hækkað um 11 – 12%. Ætla má að styrking á gengi krónunnar skili sér fyrr út í verðlag á vörum með mikinn veltuhraða eins og mat og drykkjarvöru.

Þó samdráttur hafi verið í sölu á fötum og skóm í júní frá sama mánuði í fyrra hefur orðið vöxtur í nánast allri verslun þegar horft er til fyrstu sex mánaða ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta á sérstaklega við um raftækjaverslun sem jókst um 25,6% og verslun með húsgögn sem jókst um 16% á fyrri helming þessa árs miðað við fyrri helming síðasta árs. Velta dagvöruverslunar á fyrri helming ársins jókst um 3,3% að raunvirði frá sama tíma í fyrra, áfengisverslunar um 3,4% og fataverslunar um 3,5%.

Fréttatilkynning til útprentunar.
Lesa meira...
 
Undanţágur varđandi kröfur til verslana
03. júlí 2014
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgFréttatilkynning send á fjölmiðla 3.7.2014
SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu vísa til þess að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur að undanförnu vakið athygli á því í fjölmiðlum að erlend smásölukeðja hafi sýnt því áhuga að hefja starfsemi á íslenskum markaði. Af fréttum um málið má ráða að fyrirtækið muni leitast eftir einstökum undanþágum fyrir starfsemi sína varðandi m.a. sölu lyfja og áfengis í verslunum þess sem og heimildir til að flytja til landsins ferskt erlent kjöt. Þá hefur einnig komið fram að fyrirtækið sækist eftir undanþágum varðandi merkingar á matvælum.

Hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að kröfur smásölukeðjunnar séu atriði sem þarf að greiða úr en á meðan fyrirtækið sýni því áhuga á að koma inn á íslenskan markað þá eru stjórnvöld tilbúin að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru. Af svörum iðnaðar- og viðskiptaráðherra má ráða að stjórnvöld séu því alls ekki mótfallin að veita smásölukeðjunni tilteknar undanþágur þannig að fyrirtækinu verði unnt að starfa á íslenskum markaði.


Lesa meira...
 
Nýjar reglur Seđlabanka Íslands um gjaldeyrismál – vátryggingamiđlun á Íslandi teflt í tvísýnu
01. júlí 2014
sedlabankinn.jpgMeð nýjum reglum um gjaldeyrismál sem Seðlabanki Íslands kynnti þann 17. júní s.l. er vegið mjög að hagsmunum vátryggingamiðlunar á Íslandi, en vátryggingamiðlun er ein af þeim atvinnugreinum í þjónustugeiranum sem SVÞ gætir hagsmuna fyrir. Vátryggingamiðlarar á Íslandi hafa einkum miðlað tryggingum fyrir erlend vátryggingafélög og hefur sú þjónustu verið uppistaðan í starfsemi þeirra.

Margt bendir til að Seðlabankinn skilgreini þá líftryggingu sem vátryggingamiðlarar miðla einkum á íslenskum markaði, á þann veg að hún falli undir hinar nýju reglur um gjaldeyrismál og séu því óheimilar.  Hér er engu að síður um að ræða líftryggingar sem boðnar hafa verið á íslenskum markaði í tvo áratugi, án athugasemda af hálfu Fjármálaeftirlitsins, sem er eftirlitsstofnunin með starfsemi vátryggingamiðlara.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 996
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg