Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Er skynsamlegt ađ byggja sjúklingahótel viđ Landspítalann?
29. júní 2015
forsa.jpgFréttatilkynning send til fjölmiðla 29.6.2015
Ný úttekt Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst vekur upp margar spurningar

Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu telja að áður en bygging sjúklingahótels á Landspítalalóð verði boðin út þurfi að liggja fyllri upplýsingar um hvaða þjónustu eigi að veita á hótelinu, hvernig háttað verði greiðslufyrirkomulagi sjúklinga og hverjum sé ætlað að reka hótelið. Þá eigi að kanna nánar hagkvæmni þess að leysa sömu þörf með því að nýta betur núverandi byggingar Landspítalans og samning við rekstraraðila núverandi sjúkrahótels.
Rannsóknarstofnun atvinnulífsins á Bifröst hefur unnið skýrslu fyrir Samtök atvinnulífsins og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu þar sem athygli er beint að fyrirhugaðri byggingu sjúklingahótels á lóð Landspítalans.
Kostnaður mun hækka mikið
Með nýbyggingu sjúklingahótels telja forsvarsmenn Landspítalans að unnt verði að leysa fráflæðisvanda spítalans með því að útskrifa af legudeildum sjúklinga sem eru að jafna sig eftir aðgerð og þurfa að vera í nálægð við spítalann til að sækja þar dag- og göngudeildarþjónustu.
Skýrsluhöfundar benda á að leigu- og rekstrarkostnaður á hvert rými í nýju hóteli verður umtalsvert hærri en núverandi rekstrarkostnaður sjúkrahótels við Ármúla þar sem fyrirhuguð hjúkrunarþjónusta verður mun meiri en á hefðbundnu sjúkrahóteli. Skýrsluhöfundar telja að áður en lengra er haldið verði kannað nánar hvort tryggja megi svipuð gæði og afköst með lægri kostnaði en áætlanir um byggingu nýs sjúklingahótels gera ráð fyrir.


Lesa meira...
 
Einkarekstur í heilbrigđiskerfinu hefur reynst vel
29. júní 2015

svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgBlaðagrein birt í Morgunblaðinu 29.6.2015
Höfundar:  Margrét Sanders, formaður SVÞ og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ

Af opinberri umræðu um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hér á landi mætti ráða, að slíkt fyrirkomulag þekkist hvergi annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þeir sem hæst láta í þessari umræðu segjast ekki vilja „Amerikanisera“ íslenskt heilbrigðiskerfi. Það er hins vegar langur vegur frá því heilbrigðiskerfi sem almennt er við lýði í Bandaríkjunum og þeim mikla einkarekstri sem þegar er til staðar í nágrannalöndum okkar í Skandinavíu. Einkarekstur og einkavæðing er alls ekki sami hluturinn, þó að þessum hugtökum sé oft ruglað saman en líkt og heilbrigðisráðherra hefur tekið fram er nauðsynlegt fyrir ríkið að kaupa frá einkaaðilum þá þjónustu sem þeir best geta veitt með hagkvæmum hætti, enda er fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta það sem allir stefna að. Svo að nærtækt dæmi sé tekið um einkarekstur á Norðurlöndum, þá er öll heilsugæsla einkarekin í Danmörku og hefur svo verið um áratuga skeið. Fyrir nokkrum árum var bæði í Noregi og Svíþjóð tekið upp blandað kerfi opinbers- og einkarekstrar í heilsugæslunni, með það að markmiði að auka skilvirkni og hagkvæma nýtingu opinbers fjár. Óhætt er að fullyrða að reynsla af slíku fyrirkomulagi í þessum nágrannalöndum okkar er góð og engin áform um að færa heilsugæsluna í hendur opinberra aðila eingöngu.

Barátta um fjárveitingar má ekki bitna á einkarekstri
Í þessu ljósi er umfjöllun Kastljóss fyrir nokkrum dögum, og þá einkum ummæli forsvarsmanna Landspítala Háskólasjúkrahúss gagnvart rekstaraðilum sjúkrahótelsins í Ármúla, mikið áhyggjuefni. Vart er hægt að skilja þá umræðu sem þar átti sér stað á annan veg en þann,  að tilgangurinn hafi verið að kasta rýrð á allan einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þó að umræðan í það skiptið mótist augljóslega af átökum Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um fjárveitingar, þar sem Landspítalinn sækist eftir fjárveitingum sem nú eru á forræði SÍ. Það er nauðsynlegt að halda því til haga að í gildi er samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkrahótelsins í Ármúla, sem grundvallast á þeim skilmálum sem settir voru fram í útboðinu sem samningurinn byggist á. Undirbúningur og framkvæmd útboðsins var í höndum Ríkiskaupa, eins og lög gera ráð fyrir. Svo að tekin sé samlíking sem allir skilja, þá er ekki hægt að bóka sig inn á þriggja stjörnu hótel og krefjast þess svo að þjónustan verði eins og á fimm stjörnu hóteli. 

Lesa meira...
 
Breytingar á greiđslukortamarkađi
15. júní 2015
fotolia_1338171_xs.jpgSVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu hafa borist erindi Samkeppniseftirlitsins þar sem vakin er athygli samtakanna á ákvörðun eftirlitsins vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Í kjölfarið hafa Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor hver fyrir sig gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar þess á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði  en þessum sáttum er ætlað að leiða til mikilvægra breytinga á greiðslukortamarkaði.

Eins og fram kemur í erindi Samkeppniseftirlitsins tóku gildi hinn 1. maí hámörk milligjalda, en þau taka til viðskipta hjá íslenskum söluaðilum þegar greitt er með íslenskum VISA, Electron, MasterCard og Maestro neytendagreiðslukortum. Hámörkin eiga við óháð því hvort greitt er á sölustað, með boðgreiðslum, gegnum internetið, með farsíma eða með öðrum snertilausum hætti. Hámörkin eru 0,20% í tilviki debetkorta og 0,60% í tilviki kreditkorta. Miðast þessi hámörk við virði hverrar færslu þannig að ekki er um meðaltal milligjalda að ræða.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1074
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg