Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Vinnubók um rýrnun m.a. vegna ţjófnađar
11. apríl 2014
hpmynd.jpgÞriðjudaginn 8. apríl sl. voru öryggismál starfsfólks tekin til umfjöllunar í Kviku, Húsi atvinnulífsins.  Tilefni fundarins var útgáfa SVÞ á rafrænni vinnubók um rýrnun vegna m.a. þjófnaðar.

Lísbet Einarsdóttir, forstöðumaður flutninga- og fræðslumála SVÞ kynnti tilurð vinnubókarinnar og glærur sem henni fylgja.  Námsefnið er ætlað framlínustarfsfólki í verslun og þjónustu og tekur á öllu því sem viðkemur rýrnun vegna þjófnaðar.  Með því að setja námsefnið upp á vefformi er notendum gert kleyft að nálgast efnið hvar og hvenær sem er og er það í takt við núverandi þróun á sviði tækni- og fræðslumála. 
Lesa meira...
 
Frá formanni SVŢ
28. mars 2014

margret.pngÞað felst í því mikil áskorun að taka við starfi formanns SVÞ en ég geng til þess af mikilli tilhlökkun, enda samtökin öflug og slagkraftur þeirra mikill. Það sýnir best það rúm sem þau hafa skapað sér í opinberri umræðu á s.l. árum. Það er hins vegar þannig í hagsmunabaráttunni að verkefnunum lýkur aldrei, enda sýnir reynslan okkur að það er mikið langhlaup að ná fram þeim baráttumálum sem unnið er að á hverjum tíma.

Tilgangur SVÞ er og verður áfram að vinna að almennum  og sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækjanna og með því stuðla að framförum í verslun og þjónustu sem er fyrirtækjunum og samfélaginu til hagsbóta.
Ég mun í góðri samvinnu við stjórn og starfsfólk, en ekki síst hinn almenna félagsmann, halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum.  Ég mun einnig vinna að því að samtökin verði áfram kröftug í hagsmunabaráttunni, bæði í þeim málum sem  mest hafa verið áberandi að undanförnu svo sem lækkun tolla og vörugjalda sem og með nýjum baráttumálum, ekki síst fyrir þjónustufyrirtækin innan samtakanna. Þar er af mörgu að taka, en rit SVÞ „Útvistun hins opinbera á þjónustuverkefnum“,  sem út kom í tengslum við aðalfundinn í síðustu viku,  mun verða lagt til grundvallar í þeirri vinnu.  Lækkun tryggingargjalds er stórt hagsmunamál okkar allra sem og lækkun vaxta.

Í þeirri vinnu sem framundan er skiptir miklu máli að félagsmenn standi þétt við bakið á nýrri stjórn.  Ég treysti því að með samstilltu átaki takist okkur að vinna að mikilvægum hagsmunamálum, okkur öllum til hagsbóta.

Með góðri kveðju,
Margrét Sanders, formaður SVÞ

Lesa meira...
 
SVŢ gagnrýnir forval í Flugstöđ Leifs Eiríkssonar
28. mars 2014
vs_fle.pngEins og kemur fram í meðfylgjandi fjölmiðlaumfjöllun eru Samtök verslunar og þjónustu mjög gagnrýnin á forval og fyrirhugað útboð á verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Gagnrýnin beinist einkum að því að Fríhöfnin, dótturfyrirtæki Ísavía, hyggist bjóða í verslunarrými fyrir tískufatnað og undirföt.  Að mati samtakanna samrýmist það engan veginn nútíma viðskiptaháttum að opinbert fyrirtæki stundi verslun með slíkar vörur.

Hafa ber í huga í þessu sambandi að þokkaleg sátt hefur verið um það fyrirkomulag að Fríhöfnin selji eingöngu hefðbundnar fríhafnarvörur, þ.e. áfengi, tóbak, snyrtivörur og sælgæti.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 979
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg