Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Skattkerfisbreytingar verđa ađ veruleika
18. desember 2014

svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgVörugjöldin á útleið
Með samþykkt Alþingis á lögum sem afnema almenn vörugjöld í heild sinni hefur unnist stærsti sigur íslenskrar verslunar í hagsmunamálum greinarinnar um langa hríð. Ekki þarf að rekja fyrir félagsmönnum Samtaka verslunar og þjónustu að þessi skattur hefur alla tíð verið mikill þyrnir í augum verslunarinnar.  Vörugjöld hafa haft öll einkenni slæmrar skattheimtu, þau hafa mismunað vörum og vöruflokkum, verið ógagnsæ og óskilvirk á allan hátt.  Þá ber ekki síður að nefna hversu mjög þau hafa raskað samkeppnisstöðu verslunarinnar gangvart erlendri samkeppni, fyrir utan það að vera einstaklega kostnaðarsöm í framkvæmd.

Það blandast engum hugur um að breyting þessi mun hafa mjög jákvæð áhrif  fyrir verslunina í heild sinni, enda verið að fella niður há gjöld á stóra vöruflokka. Eins og kunnugt er hafa vöruflokkar á borð við matvæli ýmiskonar, bílavarahluti, byggingarefni og stærri raftæki, borið vörugjöld.

Það er því fyllsta ástæða til að fagna þessum tímamótum sérstaklega,  bæði fyrir hönd  verslunarinnar sem atvinnugreinar og ekki síður alls almennings í landinu.

Lesa meira...
 
Menntaverđlaun atvinnulífsins 2015 – óskađ eftir tilnefningum
18. desember 2014
ljosapera_menntaverdlaun.jpgMenntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 19. janúar.

Menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2015 verða útnefnd en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru m.a.:
•að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins
•stuðlað sé að menntun og fræðslu umfram það sem ætlast er til í lögum og reglugerðum
•að starfsfólk taki virkan þátt
•að hvatning til frekara náms sé til staðar

 Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru m.a.:
•að lögð sé stund á nýsköpun í menntun, -innan fyrirtækis eða í samstarfi fyrirtækja
•að verkefnið leiði af sér að menntastig hækki
•samstarf fyrirtækja og samfélags sé til staðar um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja


Lesa meira...
 
19. janúar 2015: Ekkert pinn, engin heimild
18. desember 2014
pinnid_a_minnid.pngPINN-undanþága með Græna takkanum AFNUMIN
Á sölustöðum hérlendis snýr posinn nú að viðskiptavinum sem staðfesta kortagreiðslur með pinni í stað undirskriftar. Korthafar sem muna ekki pinnið hafa hingað til getað staðfest greiðslur með því að ýta á græna takkann á posanum.

Þann 19. janúar 2015 hefja útgefendur greiðslukorta afnám þessarar undanþágu.  Korthafar þurfa þá að staðfesta með pinni eða eiga á hættu að ekki fáist heimild fyrir viðskiptum. Ef kort er án örgjörva skrifar korthafi áfram undir greiðslukvittun.


Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1030
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg