Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Aukin sala varanlegra neysluvara
20. október 2014
prosentutakn.jpgSamkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar sýna veltutölur verslunar í september áframhaldandi aukna sölu varanlegra neysluvara samanborið við sama tíma í fyrra. Sem dæmi eykst sala raftækja um 24% frá fyrra ári, og flokkar byggingavara og húsgagna vaxa hvor um sig um 15% frá sama mánuði árið 2013 mælt á föstu verðlagi.

Samhliða styrkingu krónunnar hefur verð innfluttra vara lækkað nokkuð en verðvísitala raftækja hefur sem dæmi lækkað um 3% síðustu 12 mánuði og verðvísitala húsgagna um 5,7%. Vöxtur í sölu byggingavara verður þó ekki rakinn til lækkunar verðs en verðvísitala byggingavöru stendur að mestu í stað frá fyrra ári.

Það sama er uppi á teningnum hvað varðar aðrar innfluttar neysluvörur líkt og fatnað og skó, sem og hina ólíku undirflokka raftækja, velta fer almennt vaxandi og verðlag lækkandi. Af þeim flokkum sem falla undir smásöluvísitöluna hækkaði einungis verð eins flokks, áfengis, en hækkun áfengisverðs var 1,7% frá fyrra ári. Verð á öðrum vöruflokkum lækkaði frá því í fyrra.


Lesa meira...
 
Stađa verslunar á Íslandi - ţróun og framtíđ
13. október 2014
mag6_verslun_netid_forsida.jpg Fullt var út úr dyrum á morgunfundi Landsbankans um fjárfestingartækifæri í verslun og þjónustu sem haldinn var í Hörpu í, fimmtudaginn 9. október sl. Þar kom m.a. fram að sex árum eftir fall fjármálakerfisins er einkaneysla íslenskra heimila langt undir sögulegu meðalatali. Ný úttekt Hagfræðideildar Landsbankans sem var kynnt á fundinum leiðir m.a. í ljós ekkert þróað ríki er með minni einkaneyslu sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildarinnar, sagði þó á fundinum að hlutfall einkaneyslu hafi verið óeðlilega lágt árið 2013 og að líklegt sé að hlutfallið muni aukast hér á landi á næstu árum. Auk Daníels fluttu erindi þeir Finnur Árnason, forstjóri Haga, Jón Björnsson, forstjóri hjá Festi og Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir. Finnur fjallaði um reynslu Haga af skráningu félagins og Jón Björnsson ræddi stöðu verslunar og þeirra fyrirtækja sem hann veitir forstöðu. Jón Diðrik velti hins vegar fyrir sér hvað verslunarfyrirtæki þurfa að hafa svo þau sé áhugaverð fyrir almenna fjárfesta. Fundarstjóri var Margrét Sanders, formaður SVÞ.

Samhliða fundinum gaf Landsbankinn út tímarit um verslun. Í því er fjallað um stöðu verslunarinnar, þróun og framtíð.
Lesa meira...
 
Til varnar íslenska gćlusvíninu
13. október 2014
svn.jpgBlaðagrein birt í Morgunblaðinu 13.10.2014
Höfundar: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ og Lárus M.K. Ólafsson, lögmaður SVÞ

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og umræðu undanfarið hefur Eftirlitsstofnun EFTA – ESA – kveðið upp álit sitt varðandi hið séríslenska innflutningsbann á fersku kjöti en mál þetta er tilkomið vegna kvörtunar SVÞ til ESA árið 2011. Niðurstaða ESA er í fullu samræmi við röksemdir og sjónarmið SVÞ um að bannið gangi gegn EES samningnum. Þrátt fyrir skýrt og ótvírætt álit ESA má ráða af viðbrögðum ráðamanna að ekki verði vikið frá þeirri stefnu að viðhalda hér óbreyttri framkvæmd til verndar íslenskri framleiðslu. 


Þrátt fyrir tilfinningaþrungnar yfirlýsingar ráðamanna og dómsdagsspár hafa sömu aðilar ekki sýnt fram á nauðsyn og lögmæti núverandi banns nema með endurteknum yfirlýsingum um ágæti okkar einangrunar og hreinleika okkar framleiðslu. En hvernig standast þau rök nánari skoðun? Í þeirri umræðu er mikilvægt að halda vel til haga fyrirliggjandi fullyrðingum og staðreyndum innlendra ráðamanna. Er því bæði gagnlegt og upplýsandi að skoða umsögn Matvælastofnunar frá 4. mars 2009 þar sem í meðfylgjandi greinargerð segir orðrétt: „Ekki eru taldar miklar líkur á að alvarlegir dýrasjúkdómar berist til landsins með ferskum búfjárafurðum“. Þá segir Halldór Runólfsson, fyrrum yfirdýralæknir, og núverandi starfsmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, í viðtali við RÚV þann 22. janúar 2013 að varðandi meinta hættu á smiti í búfénaði þá er „fólk aðal smitberar“. Að svo miklu leyti sem fólk er ekki flokkað sem ferskt kjöt þá vakna áleitnar spurningar um frystiskyldu ferðamanna og annarra millilandaferðalanga sem vörn gegn meintu smiti. 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1017
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg