Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2015 – skráning hafin
04. september 2015

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu, Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Þá bjóða samtökin upp á metnaðarfulla dagskrá í fjölbreyttum málstofum um atvinnulífið, umhverfið og sjálfbærni.

Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald.

Nánari upplýsingar og skráning

sa_-_ll_logo.jpg

 

   

Lesa meira...
 
Ertu ađ fylgjast međ breyttri kaupendahegđun?
01. september 2015
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgMeð aukinni stafrænni tækni hefur verslunarmynstur neytenda gjörbreyst og færst yfir á netið samfara hefðbundinni verslun. Hefðbundnar verslanir sýna meiri áhuga á því færa verslunarhætti sína nær þessum nýja veruleika og mæta þörfum viðskiptavina sinna á öllum tegundum samfélags- og samskiptamiðla.

SVÞ hefur áhuga á því að setja saman hóp  áhugasamra um hefðbundna verslun / netverslun ( brick and mortar / e-commerce) til að greina hvernig samtökin geta aðstoðað félagsmenn með upplýsingagjöf og fræðslu við að aðlagast breyttu verslunarmynstri neytenda.

Þeir sem vilja vera á póstlista og taka þátt í að móta þenna hóp eru beðnir um að senda póst á lisbet@svth.is
Lesa meira...
 
Verđţróun svínakjöts
27. ágúst 2015

svnakjt_graf.pngFréttatilkynning send fjölmiðlum 27.8.2015
Í tilefni af umfjöllun undanfarinna daga um verðþróun svínakjöts senda samtökin frá sér meðfylgjandi töflu sem byggð eru á upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Taflan sýnir verðþróun svínakjöts og svínakjötsafurða frá júlí 2014 til sama mánaðar 2015.  Eins og sjá má á neðangreindri töflu hefur verð án virðisaukaskatts á nýju og frystu svínakjöti lækkað um 9,35% á þessu tímabili og verð á unnu, reyktu og söltuðu kjöti hækkað um 1, 36% á því sama tímabili.

Fréttatilkynning til útprentunar.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1081
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg