Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Greiddu tvo milljarđa fyrir náttúruskođun í febrúar
26. mars 2015

kortavelta_e._tgjaldalium_03_2015.pngSamkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar greiddu erlendir ferðamenn næstum 7,9  milljarð kr. í febrúar sl. með greiðslukortum sínum hér á landi, sem er 39,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.  Af þeirri upphæð vörðu ferðamennirnir rúmum tveimur milljörðum króna í skipulegar ferðir á vegum ýmissa ferðaþjónustuaðila sem tengjast náttúruskoðun. Mikil aukning hefur orðið í þessum útgjaldalið. Þannig var erlend kortavelta í skipulagðar ferðir 87,3% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Þarna er um að ræða fjölbreytta þjónustu þar sem ferðamönnum er boðið til að geta notið íslenskrar náttúru eins og rútuferðir með leiðsögn, jöklaferðir, útsýnisferðir, hvalaskoðun, fljótasiglingar og aðra sambærilegar skipulegar ferðir.

Hæstu upphæðum erlendrar kortaveltu var varið í þessa tegund ferðaþjónustu tvo fyrstu mánuði ársins og mestur vöxtur er í henni. Sú breyting hefur orðið að þessi tegund ferðaþjónustu veltir mun hærri upphæðum en gistiþjónusta, sem fram að þessu hefur verið sá liður ferðaþjónustunnar sem erlendir ferðamenn hafa greitt mest fyrir með kortum sínum.  Samt sem áður nam erlend kortavelta fyrir gistingu rúmum 1,5 milljarði króna í febrúar sem er 46,7% hærri upphæð en í febrúar í fyrra.

Íslensk verslun nýtur einnig góðs af veltuaukningu erlendra ferðamanna og jókst um næstum þriðjung í febrúar frá febrúar í fyrra og nam rúmum einum milljarði króna. Útivistarfatnaður nýtur mikilla vinsælda, en það er líklega uppistaðan í fataverslun erlendra ferðamanna, sem nam 205 milljónum kr. í febrúar. Þá keyptu útlendingar matvörur í verslunum fyrir 184 milljónir kr. sem er fjórðungsaukning frá febrúar í fyrra.

Enn sem fyrr er mikill vöxtur í bílaleigu til erlendra ferðamanna. Aukningin nam 49% í febrúar miðað við sama mánuði í fyrra og greiddu ferðamennirnir 604 milljónir í mánuðinum fyrir leigu á fararskjótunum.

Lesa meira...
 
SVŢ fagnar heildarendurskođun tollakerfisins
24. mars 2015
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgFréttatilkynning send á fjölmiðla 24.3.2015
Yfirlýsing fjármálaráðherra um að hann hyggist taka tollakerfið hér á landi til heildarendurskoðunar er mikið fagnaðarefni fyrir Samtök verslunar og þjónustu.

Samtökin hafa ítrekað bent á þau neikvæðu samkeppnislegu áhrif sem tollkerfið hér á landi hefur fyrir íslenska verslun. Íslensk verslun er og verður um fyrirsjáanlega framtíð í alþjóðlegri samkeppni og allt bendir til að sú samkeppni muni enn aukast á komandi árum, ekki síst með tilkomu netverslunar. Skattkerfið, þ.m.t. tollkerfið, hefur því afgerandi áhrif á samkeppnisstöðu verslunarinnar.

Samtökin hafa einnig oft bent á hversu tollkerfið er flókið og dýrt í framkvæmd  á ýmsum sviðum, sem hefur svo í för með sér stóraukinn kostnað fyrir fyrirtækin í landinu.  Samtök verslunar og þjónustu eru eindregið þeirrar skoðunar að einfalt, gagnsætt og umfram allt sanngjarnt tollkerfi sé hagfelldast fyrir bæði ríkissjóð og atvinnulífið í heild.

Fata- og skóverslun hér á landi er dæmi um verslun sem býr við mjög erfiða samkeppnisstöðu vegna óhagstæðs tolla- og skattaumhverfis.  Lagður er 15% tollur á þessar vörur hér á landi, auk þess sem stór hluti þessara vara ber annan 15% toll sem Evrópusambandið leggur á við innflutning til aðildarríkja þess. Það má því segja að á föt og skó sé lagður 30% tollur, auk 24% virðisaukaskatts. Staða þessarar greinar verslunar í alþjóðlegri samkeppni er því augljóslega mjög erfið. Afnám tolla og lækkun virðisaukaskatts á föt og skó er þó fyrst og síðast hagsmunamál fyrir neytendur , ekki síst þá sem lægstar tekjurnar hafa, enda er sá hópur fólks ólíklegastur til að flytja farma af fatnaði í ferðatöskum til landsins.

Lesa meira...
 
Af ráđstefnu SVŢ – Vel tengdi viđskiptavinurinn
20. mars 2015
ian__plti_vefur.jpgFimmtudaginn 19. mars sl. bauð SVÞ til ráðstefnu undir yfirskriftinnni „Vel tengdi viðskiptavinurinn“ á Grand Hóteli í tengslum við aðalfund samtakanna sem haldinn var fyrr um daginn í Húsi atvinnulífsins.  Frummælendum vel tekið af fullum sal ráðstefnugesta.

Margrét Sanders, Deloitte ehf.,  formaður samtakanna tók fyrst til máls og fagnaði stórum áföngum sem náðust á árinu s.s. afnámi vörugjalda og gerð fríverslunarsamnings við Kína auk þess að leggja  áherslu á mikilvægi þjónustugreinarinnar og þá möguleika sem felast í útvistun opinberrar þjónustu til einkaaðila.  Í ræðu sinni vísaði formaður einnig til þeirrar óvissu sem er í kjaraviðræðum og hvað mætti gera þar til að bæta hag launþega. Í því samhengi var hvatt til að felldir yrðu niður tollar á fatnað og skó og/eða setja þessar vörur í lægra vsk þrep þar sem slíkar aðgerðir gagnast best þeim sem eru á lægstu launum og hafa ekki möguleika á innflutningi á þessum vörum í ferðatöskum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði því næst ráðstefnugesti og var mjög jákvæð í garð verslunarinnar. Lýsti ráðherra vilja til samstarfs við forsvarsmenn verslunar og þjónustu og tók vel í hugmyndir um niðurfellingu tolla á fatnað og skó.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1053
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg