Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
90% veltuaukning í ferđum međ leiđsögn
24. apríl 2015

kortavelta_e._tgjaldalium_03_2015.pngSamkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar hefur orðið sprenging  í þeirri tegund ferðaþjónustu sem býður skipulegar skoðunarferðir og er hún orðin stærsti einstaki útgjaldaliður erlendrar kortaveltu hér á landi. Meðal slíkra ferða eru náttúruskoðunarferðir, hvalaskoðun, jöklaferðir og aðrar ferðir undir leiðsögn fararstjóra. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í þessum útgjaldalið í mars var næstum 2,5 milljarðar kr., sem er 90% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Ef bornir eru saman þrír fyrstu mánuðir þessa árs við sömu mánuði í fyrra kemur í ljós að erlend kortavelta jókst í þessum þætti ferðaþjónustunnar um 83%. Sú veltuaukning helst í hendur við mikla aukningu í leyfisveitingum til handa þeim sem bjóða skipulagðar ferðir.
Alls nam erlend kortavelta í mars 9,7 milljörðum kr. sem er 41,6% hærri upphæð en í fyrra. Næsthæsti útgjaldaliður erlendra ferðamanna, á eftir ýmissi ferðaþjónustu, var gistiþjónusta sem nam 1,8 milljörðum í mars og er 42% hærri upphæð en í mars í fyrra.

Þriðji hæsti útgjaldaliðurinn er verslun. Erlendir ferðamenn keyptu vörur í verslunum með kortum sínum fyrir 1,2 milljarða kr. í mars sem er fjórðungsaukning frá mars í fyrra. Stærstur hluti þess er vegna kaupa á fatnaði, líklega aðallega íslenskum útivistarfatnaði.

Fréttatilkynning RSV.

 

Lesa meira...
 
Erindi Andrésar Magnússonar framkvćmdastjóra SVŢ á ársfundi Umhverfisstofnunar 17. apríl 2015
20. apríl 2015
andres1.jpgRáðherra, góðir gestir á ársfundi Umhverfisstofnunar.

Þegar kemur að samskiptum fyrirtækja og eftirlitsaðila  má með sanni segja að margt er líkt með þeim samskiptum og hamingjusömu hjónabandi. Þessi sambönd eiga það sammerkt að byggjast á trausti og gagnkvæmum skilningi en þegar kemur að ágreiningsmálum er mikilvægt að aðilar sýni í þeim samskiptum hvor öðrum sanngirni og leiti leiða við að finna lausnir í stað þess að einblína á að verja sinn málstað með kjafti og klóm.

Líkt og í mannlegum samskiptum eiga samskipti fyrirtækja og eftirlitsaðila ekki að snúast um það hvort aðilar vinna eða tapa sínum málum enda eru slík samskipti ekki ávísun á heillavænlegt ástand. Þess í stað er mikilvægt að allir aðilar geti unnið saman að góðum málum í sátt og samlyndi og með gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Auðvitað getum við ávallt deilt um hvað er sanngjarnt og eðlilegt hverju sinni enda eru skoðanir okkar eins fjölbreyttar og við erum fjölmenn.

Því miður er reynslan sú að slík sátt atvinnulífs og hins opinbera er ekki ávallt til staðar. Af fenginni reynslu má þvert á móti ráða að einstaka eftirlitsaðilar stjórnist af þeim tilgangi einum saman að grípa eftirlitsskylda aðila glóðvolga í landhelgi og hampa sér síðan opinberlega fyrir vaska framgöngu í þeim málum. Virðist  þá litlu skipta hver ber ábyrgð á meintum brotum og í raun hver hinn brotlegi er -  og þess þá heldur hversu skýrt regluverkið er og hversu greinargóðar leiðbeiningar hins opinbera hafa verið.

Lesa meira...
 
Lítil breyting í matarinnkaupum
17. apríl 2015
prosentutakn.jpgSamkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar endurnýjuðu landsmenn hjá sér húsgögn og heimilistæki sem aldrei fyrr. Í mars var sala á húsgögnum rúmlega fjórðungi meiri en í sama mánuði í fyrra. Sala á raftækjum jókst um næstum 40% frá mars í fyrra. Mest aukning var í sölu minni raftækja, svokallaðra brúnna raftækja um 59% og í sölu snjallsíma um 52%.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins var raunvelta dagvöruverslana jöfn veltu fyrstu þriggja mánaða síðasta árs, sem felur í sér að magn innkaupa er jafn mikið á báðum tímabilunum. Þannig verður ekki séð að átt hafi sér stað samdráttur á matarinnkaupum í kjölfar hækkunar virðisaukaskatts á matvæli um síðustu áramót og heldur ekki aukning sem hefði e.t.v. orðið ef ekki hefði komið til skattahækkunin.

Í mars jókst velta dagvöruverslana um 0,8% frá sama mánuði í fyrra að raunvirði. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum kemur í ljós um 3% samdráttur frá mars í fyrra, sem líklega ræðst af áhrifum páskasölu. Páskar voru í byrjun apríl í ár og ætla má að fólk hafi byrjað matarinnkaup fyrir páska þegar í lok mars en mun seinna í fyrra. Verð á dagvöru er nú 0,9% hærra en var fyrir ári síðan.
 
Svo virðist sem lækkun vörugjalda á raftæki hafi enn frekar aukið sölu þeirra eftir áramótin. Á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst sala raftækja, þar með taldra snjallsíma og tölva, um 34% að raunvirði. Verð raftækja er nú 13,5% lægra en í fyrra.

Fréttatilkynning frá RSV.


Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1057
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg