Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Yfirgnćfandi meirihluti Íslendinga vill betri upprunamerkingar matvćla
19. september 2014
Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að bæta þurfi upprunamerkingar.

mynd1.png


Lesa meira...
 
Sameinumst um ađ hafna vörugjöldum
19. september 2014

 

vrugjaldsskrsla_-_forsa.jpg
Blaðagrein birt í Morgunblaðinu 18.9.2014
Höfundur: Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu

 

Fátt er nú meira rætt en frumvarp til fjárlaga þar sem lagðar eru til margþættar breytingar á skattakerfinu. Svo virðist sem sú umræða snúist að mestu leyti um breytingar á virðisaukaskatti, þ.m.t. breytingar á skattaprósentu til hækkunar neðra þreps eða lækkunar á efra þrepi. Hins vegar er hætt við að slík einhliða umræða leiði til þess að aðrar tillögur sitji á hakanum – tillögur sem eru bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Er hér um að ræða tillögur um að afnema hið almenna vörugjald. Vörugjöld hafa lengi verið þyrnir í augum verslunarinnar og hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu ávallt barist fyrir afnámi þessara óskilvirku og íþyngjandi álagna. Sem dæmi má nefna það frumkvæði samtakanna að árið 2012 var unnin greining á vörugjaldskerfinu en afrakstur vinnunnar var skýrsla SVÞ sem ber heitið „Vörugjaldskerfið á Íslandi“.


Það er því verulegt og löngu tímabært fagnaðarefni að sjá loks  tillögur þess efnis að afnema almenn vörugjöld. Þótt bæði verslun og neytendur hafi hagsmuni af því að skattheimtu sé haldið í lágmarki þá felast hagsmunir þessara aðila einnig í því að skattkerfið sé einfalt, hlutlaust, gagnsætt og skilvirkt, enda er sá háttur til þess fallinn að stuðla að heilbrigðri samkeppni og bæta verðskyn neytenda. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir geta flestir verið sammála um að vörugjöld eru síst til þess fallin að uppfylla þessar kröfur. Í kjölfar gagnrýni gagnstæðra fylkinga um breytingar á virðisaukaskattkerfinu er hætt við að öll málefnaleg umræða um kosti þess að afnema almenn vörugjöld falli í gleymskunnar dá. En hvert er svo hagræðið af því að afnema umrædd vörugjöld?

Lesa meira...
 
Vöxtur í byggingavöruverslun
17. september 2014
prosentutakn.jpgSamkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar fyrir ágústmánuð er greinilegur vöxtur í byggingavöruverslunum það sem af er þessu ári. Í ágúst var 9,8% meiri velta en í sama mánuði í fyrra að raunvirði. Á fyrstu átta mánuðum ársins var velta byggingavöruverslana 11,6% meiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er í samræmi við aðrar vísbendingar um vöxt í byggingariðnaði.

Nú er í fyrsta sinn birt veltuvísitala í byggingavöruverslun í Smásöluvísitölu RSV en sá vöruflokkur er einn af þremur veltuhæstu vöruflokkunum í smásöluverslun samkvæmt tölum úr virðisaukaskattsflokkun Hagstofunnar. Veltuupplýsingarnar sem hér eru birtar byggja á upplýsingum frá stærstu byggingavöruverslunum landsins.

Á heildina litið urðu ekki miklar breytingar á veltu í smásöluverslun í ágúst samanborið við sama mánuð fyrir ári. Þó er athyglisvert að áfengisverslun jókst um 7,5% á föstu verðlagi og um 9,7% þegar leiðrétt hefur verið fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum. Verð á áfengi hefur haldist nokkuð óbreytt það sem af er þessu ári.

Eins og endranær var mest söluaukning í raftækjum og farsímum og virðist sem snjallsímavæðingin sé enn í miklum vexti. Í mánuðinum var 30,7% aukning í sölu farsíma að raunvirði á milli ára. Sala á tölvum jókst hins vegar aðeins um 2,4% að raunvirði í upphafi skólaársins miðað við sama mánuð í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum nam greiðslukortavelta heimilanna 64 milljörðum kr. í ágúst sem er 5,7% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Erlend kortavelta hér á landi nam 17,6 milljörðum kr. sem er 19,7% hærri upphæð en í ágúst í fyrra.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1008
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg