Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Afleiđing hćkkunar á heildsöluverđi mjólkur birtist í verđkönnun ASÍ
29. september 2015
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgFréttatilkynning send fjölmiðlum 29.9.2015
Enn ein verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ var birt í gær og var fyrirsögnin sú að vörukarfan hefði hækkað í verði í öllum verslunum nema einni frá því í júní.

Enn á ný verður verðlagseftirlit ASÍ uppvíst að vinnubrögðum sem vart geta talist boðleg þar sem ekki er hirt um að gera grein fyrir ástæðum sem liggja að baki því að verð á einstökum vörum kunni að hafa hækkað. Eins og verðlagseftirliti ASÍ er fullkunnugt um tók verðlagsnefnd búvara þá ákvörðun í júlí s.l. að hækka verð á mjólk og mjólkurafurðum um 3,58% og að hækka smjör sérstaklega um hvorki meira né minna en um 11,6%. Samtök verslunar og þjónustu mótmæltu þessari ákvörðun kröftuglega og bentu á að hún kæmi á afar óheppilegum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga, sem eins og öllum væri ljóst, hefðu það að markmiði að færa launafólki í landinu verulega kaupmáttaraukningu. Forsendan fyrir því að það markmið næðist væri að unnt væri að halda aftur af hækkunum á vöru og þjónustu.

Fréttatilkynning til útprentunar.
Lesa meira...
 
Nauđsynlegt er ađ efla innlenda netverslun
29. september 2015
ecommerce_innkaupakerra.jpgÍ lokaorðum skýrslu sem Rannsóknarsetur verslunarinnar gaf út í janúar á þessu ári segir að niðurstaða skýrslunnar sé að Íslendingar hafi ekki tileinkað sér netverslun í sama mæli og gerst hefur í nágrannalöndum okkar á undanförnum árum.

Skýrsla rannsóknarsetursins leiðir ýmislegt í ljós sem vert er að rifja upp. Eitt af því sem þar kemur fram er að þrátt fyrir að nettengingar og netnotkun Íslendinga sé ein sú mesta í Evrópu, er Ísland aðeins í tíunda sæti þegar kemur að hlutfalli þeirra einstaklinga sem keypt hafa í netverslun síðustu tólf mánuði. Niðurstaða þessi byggist á könnun sem Hagstofa Íslands gerði árið 2013, en samkvæmt henni höfðu 56% Íslendinga verslað í netverslun og hafði þetta hlutfall haldist nánast óbreytt í samanburði við árin 2006 og 2007. Í þeim Evrópulöndum þar sem þetta hlutfall er hæst hafa 70 – 75% fólks keypt vörur á netinu síðustu tólf mánuði fyrir könnun.

Lesa meira...
 
650 milljónir í skyndibita í ágúst
18. september 2015
velta_feramanna_08_15_e._flokkum.pngSamkvæmt mælingum Rannsóknseturs verslunarinnar á kortaveltu ferðamanna í ágústmánuði var erlend greiðslukortavelta hér á landi  22,2 milljarðar sem var 5,2 milljörðum kr. hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7% á milli ára. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35% frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.
Meðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 millj. kr. í ágúst  með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði kr. eða um 65% þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 millj. kr.

Hæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum kr. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 millj. kr. í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.
Næsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum kr. sem er 22% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 millj.kr. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24% aukning frá sama mánuði í fyrra.

Enn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum kr. sem var 69% hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1087
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg