Skip to content

SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu

Increase font size Decrease font size Default font size
Ţú ert hérna: Forsíđa
Bann viđ lyfjaauglýsingum
16. janúar 2015
lyfjastofnun.pngSVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa um árabil barist fyrir tilslökunum varðandi bann við lyfjaauglýsingum. Þá hafa samtökin og aðildarfélög þeirra gert athugasemdir varðandi eftirlit Lyfjastofnunar með umræddu auglýsingabanni sem og því regluverki sem það bann grundvallast á. Í kjölfar stjórnsýslukæru SVÞ til velferðarráðuneytis hefur Lyfjastofnun nú dregið tilbaka tvær ákvarðanir sínar þar sem aðildarfélögum samtakanna var meinað að birta tilteknar auglýsingar.

SVÞ hafa um langt skeið gagnrýnt núverandi auglýsingabann og samkeppnishamlandi áhrif þess. Í því skyni sendu SVÞ í ársbyrjun 2014 erindi á heilbrigðisráðherra þar sem lagðar voru til breytingar á núverandi löggjöf og jafnframt var vakin athygli Samkeppniseftirlitsins á málinu. Benda SVÞ á að í athugasemdum við frumvarp sem heilbrigðisráðherra lagði fram á síðasta ári þar sem lagt er til að heimila lyfjaauglýsingar í sjónvarpi er vísað til athugasemda SVÞ um að núverandi fyrirkomulag hamli samkeppni í lyfjasölu og frumvarpið taki mið af þeirri gagnrýni.

Lesa meira...
 
Kynningarfundur um breytingar varđandi raf- og rafeindatćkjaúrgang
15. janúar 2015
rvinnslusjodur.jpgHinn 1. janúar sl. komu til framkvæmda breytingar á fyrirkomulagi og framkvæmd varðandi söfnun á raf- og rafeindatækjaúrgangi á þá vegu að umsjón þessa málaflokks var flutt til Úrvinnslusjóðs. Í tilefni þessara breytinga héldu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við Úrvinnslusjóð, Samtök iðnaðarins og Félag atvinnurekenda, opinn kynningarfund í Húsi atvinnulífsins 12. janúar sl.

Söfnun raf- og rafeindatækjaúrgangs hefur á undanförnum árum verið nokkuð sér á báti bæði hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmd þessara mála í samanburði við meðhöndlun á öðrum úrgangi. Sem dæmi má nefna að málefni raf- og rafeindatækjaúrgangs heyrði undir sérstaka stýrinefnd sem hafði umsjón með svonefndum skilakerfum og söfnun á raftækjaúrgangi. Stýrinefnd þessi starfaði samhliða Úrvinnslusjóði en þó þannig að nefndin var algjörlega sjálfstæð.
Lesa meira...
 
Tollkvótar á landbúnađarvörur
15. janúar 2015

ostar.jpgFréttatilkynning send til fjölmiðla 12. janúar 2014
Að gefnu tilefni vilja SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu koma eftirfarandi á framfæri:

1)    Í fréttum Stöðvar 2 frá 11. janúar sl. var fjallað um fyrirkomulag varðandi úthlutun tollkvóta á landbúnaðarvörum. Í fréttinni var tekið viðtal við forstjóra Samkeppniseftirlitsins þar sem fram kemur að hann útilokar ekki að núverandi fyrirkomulag þessara mála feli í sér brot á samkeppnislögum. Þá segir hann í umræddri frétt að svo unnt sé að taka mál þessi til frekari skoðunar þurfi eftirlitið að fá skýrar ábendingar og skýr gögn.

2)    SVÞ benda á að samtökin hafa um áraraðir barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í baráttu sinni hafa samtökin m.a. leitað til bæði umboðsmanns Alþingis og almennra dómstóla sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast skoðunar.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 3 af 1036
Ökuskólar
sssk_banner.png
Ökuskólar

Fréttapóstur SVŢ
Skýrsla um vörugjöld

Útvistun ţjónustuutivistun_skyrsla_kapa_low.jpg

 

Saga verslunar á Íslandi

 

saga_verslunarlitil.jpg