Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Ekki líkur á að krónan styrkist
kronur_og_sedlar.jpgVið bankahrunið sl. haust og þá veikingu krónunnar sem fylgdi í kjölfarið ólu margir félagsmenn SVÞ þá von í brjósti að um tímabundinn vanda væri að ræða og að gengi krónunnar myndi styrkjast að hálfu ári liðnu. Því miður hafa þær spár ekki gengið eftir og raunar hafa mál þróast til verri vegar frekar en hitt. Gengisvísitalan hefur verið nálægt 230 stigum um nokkra hríð.
Skilaboð stjórnar SVÞ til félagsmanna eru því þau að eins og staðan er núna séu engar líkur að á gengi krónunnar styrkist á næstunni, nema gripið verði til einhverra þeirra aðgerða af hálfu stjórnvalda sem hafa breytingu á núverandi stefnu í gengis- og peningamálumí för með sér.

Lesa meira...


Sumarlokun - hlé á útgáfu Fréttapósts SVÞ

merki_sv_fyrir_augl.gifSkrifstofa samtakanna verður lokuð dagana  20. - 31. júlí. Ef þið eigið áríðandi erindi við samtökin á þessum tíma má nálgast framkvæmdastjóra í síma 820 4500.

Gert verður hlé á útgáfu Fréttapósts SVÞ í júlímánuði.


Lesa meira...


LV-fréttir 2009
pages_from_lv_frttir_jl09_a4vefur.jpgFlutningasvið SVÞ hefur gefið út fréttabréf á pappír árlega til dreifingar á félaga í Landssambandi vörubifreiðaeigenda síðan þeir komu til liðs við SVÞ 2007.

Fréttabréfið er lagt undir samgöngumál og fyrirhugaða endurskoðun samgönguáætlunar að þessu sinni. Ef fjárveitingar ríkisins til samgöngubóta minnka verulega verður að horfa til annarra lausna. Endurskoðun á verklagi og ákvarðanatöku er forgangsmál og brýnt að hefja þá vinnu strax. Endurskoðun verklags og ákvarðanatöka krefst þess að stjórnvöld horfi vítt á málaflokkinn og kynni sér breiða þekkingu sérfræðinga um nálgun að bestu aðferðafræði. Það er augljóst af umræðu um forgangsröðun framkvæmda í vikunni að sitt sýnist hverjum og það er mikilvægt að takast á við þann vanda einn og sér.


Erlend bílalán einyrkja
blar_bill.jpgLágt gengi íslensku krónunnar er víða vandamál í íslensku samfélagi. Mikil umræða hefur verið í vikunni um erlend bílalán einstaklinga og hvaða lausnir séu mögulegar á þeirra vanda. Fram hefur komið að stofnaður hafi verið starfshópur nokkurra ráðuneyta til að koma með tillögum um til aðgerða megi grípa til að taka á þessum vanda.


Fríverslunarsamningur við Kanada tekur gildi
fani_kanada.jpgÞann 1. júlí tók gildi nýr fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Kanada, svo og tvíhliða landbúnaðarsamningur milli Íslands og Kanada. Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kanada er sá fyrsti sinnar tegundar sem Kanada gerir við ríki í Evrópu.


Hver ber ábyrgð á greiðum flutningaleiðum?
holtagadar-myndir_page_4.jpgFlutningasvið SVÞ hefur unnið markvisst að því að vekja athygli samgönguyfirvalda og Reykjavíkurborgar á þeim vanda að búið er að loka starfsemi hafnanna inni í Reykjavíkurborg með mannvirkjum sem leiða til þess að ökutæki með farma af afbrigðilegri stærð fara langar leiðir í gegnum íbúahverfi, framhjá skólum og leikskólum til að komast út úr borginni.


Breytingar á reglum um staðgreiðslu af launum, tryggingagjaldi og fjármagnstekjum

rsk.gifÁ upplýsingavef ríkisskattstjóra www.rsk.is er nú að finna orðsendingu vegna breytinga á reglum um staðgreiðslu af launum, tryggingagjaldi og fjármagnstekjum. 
http://www.rsk.is/ws/cm/file/rsk_0601_3_2009.is.pdf

Lesa meira...








1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]