Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Öryggismál - hæðarskalar og límmiðar

stopmerki.jpgSVÞ hefur látið endurprenta hæðarskala og límmiða til notkunar í verslunar- og þjónustufyrirtækjum til varnar innbrotum og þjófnaði. Um er að ræða hæðarskala til líminga á veggi til að auðvelda mat á líkamshæð þjófa þegar þjófnaður á sér stað og STOP límmiða til líminga í glugga og á glerveggi með varnarorðunum " Allur þjófnaður í þessari verslun er kærður til lögreglu" á sex tungumálum. Félagsmenn geta sent pöntun á límmiðum á netfangið: svth@svth.is
Sjá hér útlit STOP límmiða og hæðarskala.

Lesa meira...

 


Starfsmenntaverðlaunin 2009
starfsmenntaverdlaunin.gifÓskað er eftir tilnefningum þessa dagana til Starfsmenntaverðlaunanna 2009. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem vinna framúrskarandi starf í fræðslumálum og starfsmenntun. Verðlaunin eru veitt í flokki: fyrirtækja, skóla og fræðsluaðila og í opnum flokki, þar sem félagasamtök og einstaklingar geta tekið þátt.

Tilnefningar skal senda á sérstökum eyðublöðum sem eru á slóðinni: www.starfsmenntarad.is og er frestur til að skila þeim til og með 3. nóvember næstkomandi.

Auglýsingin á pdf sniði.

Lesa meira...
 


Listi yfir þá lögaðila sem ekki hafa staðið skil á ársreikningum
rsk.gifRíkisskattstjóri hefur ákveðið að framvegis verði aðgengilegir listar á www.rsk.is yfir þá lögaðila sem ekki hafa sinnt skyldu sinni um að skila ársreikningum til opinberrar birtingar hjá Ársreikningaskrá.
Þá má sjá hér.

Lesa meira...
 


Dagskrá fundar í Húnaveri laugardaginn 10. okt. um styttingu leiða

hunaver_fundarbod.jpgLeið ehf. og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boða til opins fundar um vegamál á Norðurlandi, mögulegar vegstyttingar milli landshluta, gerð aðalskipulags ofl. í Húnaveri í Langadal, laugardaginn 10. október nk. og hefst hann kl. 13:15. Fundurinn er opinn öllum.

Auðunn Hálfdánarson verkfræðingur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi mun mæta á fundinn en það lá ekki fyrir þegar gengið var frá dagskránni.

Hér má nálgast dagskrá fundarins.

Lesa meira...










1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]