Fréttapóstur SVŢ
SVŢ - mynd
1
1
Afleiđing hćkkunar á heildsöluverđi mjólkur birtist í verđkönnun ASÍ
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgFréttatilkynning send fjölmiđlum 29.9.2015
Enn ein verđkönnun verđlagseftirlits ASÍ var birt í gćr og var fyrirsögnin sú ađ vörukarfan hefđi hćkkađ í verđi í öllum verslunum nema einni frá ţví í júní.

Enn á ný verđur verđlagseftirlit ASÍ uppvíst ađ vinnubrögđum sem vart geta talist bođleg ţar sem ekki er hirt um ađ gera grein fyrir ástćđum sem liggja ađ baki ţví ađ verđ á einstökum vörum kunni ađ hafa hćkkađ. Eins og verđlagseftirliti ASÍ er fullkunnugt um tók verđlagsnefnd búvara ţá ákvörđun í júlí s.l. ađ hćkka verđ á mjólk og mjólkurafurđum um 3,58% og ađ hćkka smjör sérstaklega um hvorki meira né minna en um 11,6%. Samtök verslunar og ţjónustu mótmćltu ţessari ákvörđun kröftuglega og bentu á ađ hún kćmi á afar óheppilegum tíma í kjölfar erfiđra kjarasamninga, sem eins og öllum vćri ljóst, hefđu ţađ ađ markmiđi ađ fćra launafólki í landinu verulega kaupmáttaraukningu. Forsendan fyrir ţví ađ ţađ markmiđ nćđist vćri ađ unnt vćri ađ halda aftur af hćkkunum á vöru og ţjónustu.

Fréttatilkynning til útprentunar.

Lesa meira...


Nauđsynlegt er ađ efla innlenda netverslun
ecommerce_innkaupakerra.jpgÍ lokaorđum skýrslu sem Rannsóknarsetur verslunarinnar gaf út í janúar á ţessu ári segir ađ niđurstađa skýrslunnar sé ađ Íslendingar hafi ekki tileinkađ sér netverslun í sama mćli og gerst hefur í nágrannalöndum okkar á undanförnum árum.

Skýrsla rannsóknarsetursins leiđir ýmislegt í ljós sem vert er ađ rifja upp. Eitt af ţví sem ţar kemur fram er ađ ţrátt fyrir ađ nettengingar og netnotkun Íslendinga sé ein sú mesta í Evrópu, er Ísland ađeins í tíunda sćti ţegar kemur ađ hlutfalli ţeirra einstaklinga sem keypt hafa í netverslun síđustu tólf mánuđi. Niđurstađa ţessi byggist á könnun sem Hagstofa Íslands gerđi áriđ 2013, en samkvćmt henni höfđu 56% Íslendinga verslađ í netverslun og hafđi ţetta hlutfall haldist nánast óbreytt í samanburđi viđ árin 2006 og 2007. Í ţeim Evrópulöndum ţar sem ţetta hlutfall er hćst hafa 70 – 75% fólks keypt vörur á netinu síđustu tólf mánuđi fyrir könnun.


Lesa meira...


SVŢ fagna nýgerđu samkomulagi viđ ESB varđandi landbúnađarvörur
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgFréttatilkynning send á fjölmiđla 18.9.2015
Í gćr, 17. september, var tilkynnt um ađ undirritađir hafir veriđ af fulltrúum Evrópusambandsins og íslenskra stjórnvalda nýir samningar milli ţessara ađila um viđskipti međ landbúnađarvörur. Af yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda má ráđa ađ um er ađ rćđa verulega breytingar frá ţví sem núverandi samningar ađila kveđa á um.

Samkvćmt yfirlýsingum ráđamanna fela samningarnir í sér ađ Ísland fellir niđur tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lćkkar tolla á yfir 20 öđrum og almennt gerir ESB slíkt hiđ sama. Niđurstađan felur í sér ađ allir tollar á unnar landbúnađarvörur eru felldir niđur nema á jógúrt. Sem dćmi munu tollar falla niđur á súkkulađi, pizzum, pasta,  bökunarvörum o.fl. Auk ţessa eru tollar felldir niđur eđa lćkkađir á óunnum landbúnađarvörum eins og t.d. villibráđ, frönskum kartöflum, útirćktuđu grćnmeti o.fl. Ţá tekur samningurinn einnig til annarra kjötvara, sbr. pylsur, álegg o.s.frv.

Fréttatilkynning til útprentunar.


Lesa meira...
    

650 milljónir í skyndibita í ágúst
velta_feramanna_08_15_e._flokkum.pngSamkvćmt mćlingum Rannsóknseturs verslunarinnar á kortaveltu ferđamanna í ágústmánuđi var erlend greiđslukortavelta hér á landi  22,2 milljarđar sem var 5,2 milljörđum kr. hćrri upphćđ en í sama mánuđi í fyrra eđa hćkkun sem nemur 30,7% á milli ára. Á fyrstu átta mánuđum ţessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35% frá sama átta mánađa tímabili í fyrra og hvert metiđ veriđ slegiđ af öđru í aukinni veltu.
Međal einstakra útgjaldaliđa má greina ađ ferđamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 millj. kr. í ágúst  međ greiđslukortum sínum, sem var um fjórđungur ţeirrar kortaveltu sem ferđamenn vörđu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefđbundnum veitingahúsum og matsölustöđum nam hins vegar 1,7 milljarđi kr. eđa um 65% ţess sem variđ var í ţennan útgjaldaliđ. Kortavelta á börum og krám var 223 millj. kr.

Hćstum upphćđum vörđu erlendir ferđamenn í gistingu eđa um 4,9 milljörđum kr. Mestur hluti ţeirrar upphćđar er variđ til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öđru gistirými en hótelum nam 54 millj. kr. í mánuđinum. Hugsanlegt er ađ greiđsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda fćrsluhirđa og komi ţví ekki fram í kortaveltu íslenskra fćrsluhirđa - eđa ađ greitt sé međ reiđufé.
Nćsthćstri upphćđ vörđu erlendir ferđamenn til kaupa í íslenskum verslunum eđa 3,6 milljörđum kr. sem er 22% hćrri upphćđ en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar međ kortum sínum í dagvöruverslunum, eđa 841 millj.kr. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24% aukning frá sama mánuđi í fyrra.

Enn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferđaskipuleggjenda sem bjóđa skođunarferđir og hvers konar sérsniđnar ferđir. Kortavelta í ţeim geira ferđaţjónustunnar nam 3,6 milljörđum kr. sem var 69% hćrri upphćđ en í ágúst í fyrra.

Lesa meira...


Afnám tolla af fötum og skóm er mikilvćgt skref
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgtil ţess ađ jafna samkeppnisstöđu íslenskrar verslunar og til lćkkunar á neysluverđsvísitölu
Fréttatilkynning send fjölmiđlum 9.9.2015
Stjórn Samtaka verslunar og ţjónustu hefur sérstaka ástćđu til fagna ţví ađ í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2016 sé gert ráđ fyrir afnámi tolla í áföngum, fyrst međ afnámi tolla af fötum og skóm um nćstu áramót og af öđrum vörum en matvörum um áramótin 2016 -2017.

SVŢ hefur um langa hríđ bent á ţá óhagstćđu samkeppnisstöđu sem greinin býr viđ og hafa tollar vegiđ ţungt í ţví sambandi. Afnám vörugjalda um s.l. áramót var fyrsta alvöruskrefiđ sem stigiđ hefur veriđ, a.m.k. um árabil, í ţví skyni ađ jafna samkeppnisstöđu greinarinnar. Ţau áform sem birtast í fjárlagafrumvarpinu sýna í verki vilja stjórnvalda til ađ halda áfram á sömu braut og létta álögum af versluninni. Neytendur munu ţó fyrst og síđast njóta ţessara breytinga. Ţađ má ekki gleymast í ţessu sambandi ađ íslensk verslun býr ađ verulegu leyti viđ mikla erlenda samkeppni. Sú samkeppni mun vćntanlega ađeins aukast samfara aukinni netverslun. Afnám vörugjaldanna hafđi veruleg áhrif til lćkkunar neysluverđsvísitölu og ţađ sama mun gerast međ afnámi tolla, eins og kemur fram í fréttatilkynningu fjármálaráđuneytisins. Afnám tolla af fötum og skóm, mun ţví strax hafa jákvćđ áhrif á fjárhag fjölskyldnanna í landinu, ekki síst hinna efnaminni. Allar kannanir sýna enda ađ ţađ eru efnaminnstu fjölskyldurnar sem eru ólíklegastar til ađ kaupa sér föt og skó erlendis.
 
 

Gott sumar fyrir byggingavöruverslun
prosentutakn.jpgSamkvćmt frétt frá Rannsóknasetri verslunarinnar er ljóst er af veltutölum byggingarvöruverslunar ađ töluverđur vöxtur var sumarmánuđina ţrjá; júní, júlí og ágúst miđađ viđ sama tímabil í fyrra. Ţessi vöxtur endurspeglar efalaust grósku í byggingaframkvćmdum ásamt viđhaldi og framkvćmdum viđ endurnýjun húsnćđis. Velta í byggingavöruverslunum síđustu ţriggja mánađa var 10,8% meiri en á sama tímabili í fyrra ađ raunvirđi.

Sala á mat og áfengi var heldur minni í ágúst síđastliđnum en í sama mánuđi í fyrra. Skýringa má leita í tímasetningu verslunarmannahelgar á milli ára. Í fyrra var stćrsti verslunardagur fyrir verslunarmannahelgina í ágúst en í ár fór megniđ af helgarinnkaupunum fram í júlí.
Athyglisvert er ađ velta í sölu á skrifstofuhúsgögnum tók mikinn kipp í ágúst, viđ upphaf skólaársins. Ţannig jókst velta skrifstofuhúsgagna um 48,7% ađ raunvirđi. Má ţví gera ráđ fyrir ađ betur fari um margann námsmanninn ţetta haustiđ en í fyrra. Almennt er vöxtur í húsgagnaverslun á milli ára, ţó heldur hafi dregiđ úr vextinum í ágúst. Verđ á húsgögnum var 0,1% lćgra í ágúst en í sama mánuđi í fyrra samkvćmt verđmćlingu Hagstofunnar.

Fréttatilkynning RSV.

Lesa meira...


 
Frćđslumál: 

Mćlingar í mannauđsstjórnun

mlingar__mannausstjrnun_031e-mail.jpg Húsfyllir var á fyrsta morgunverđarfundi ţessa vetrar  í fundaröđ um mennta- og mannauđsmál í Húsi atvinnulífsins ţann 22. september sl. Umfjöllunarefni fundarins var mćlingar í mannauđsstjórnun. Hér má sjá dagskrá fundarins 

Lísbet Einarsdóttir, forstöđumađur frćđslumála SVŢ,  opnađi fundinn og bauđ gesti velkomna.  Ţá gerđi  hún grein fyrir könnun sem hún gerđi sem hluta af MBA ritgerđ um mćlingar í mannauđsstjórnun.  Sagđi hún niđurtöđur benda til ţess ađ  fjölbreytni vćri í ţeim mćlingum sem fyrirtćki vćru ađ framkvćma en margir vildu mćla meira og bar ţar hćst arđsemi af frćđslu.  Sjá glćrur hér

Lesa meira...


Kynning á AEO vottun
aeo_010_vefur.jpg Föstudaginn 25. september sl. var kynning á AEO öryggisvottun í Húsi atvinnulífsins.  Um kynninguna sáu Karen Bragadóttir, forstöđumađur tollasviđs og Elvar Örn Arason, stjórnsýslufrćđingur hjá Tollstjóra. Fundarstjóri var Lárus M.K. Ólafsson, lögfrćđingur SVŢ.

Karen upplýsti ađ embćtti Tollstjóra hefur hafiđ undirbúning ađ innleiđingu á íslensku AEO kerfi en um er ađ rćđa viđurkennt vottunarkerfi sem tollayfirvöld veita fyrirtćkjum sem gegna hlutverki í alţjóđlegu ađfangakeđjunni.

   

             
1


SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Ţín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]