Fréttapóstur SVŢ
SVŢ - mynd
1
1
Friđur á vinnumarkađi - en stöđugleikasáttmálinn enn í óvissu
merki_sv_fyrir_augl.gifÁ ţriđjudagskvöld tók stjórn SA ţá ákvörđun ađ segja ekki upp kjarasamningum viđ ASÍ, en ţessum launahćkkunum hafđi áđur veriđ frestađ í tvígang.   Studdu fulltrúar SVŢ ţessa ákvörđun.  Ţađ var mat meirihluta stjórnar SA ađ uppsögn kjarasamninga viđ núverandi ađstćđur í ţjóđfélaginu vćri ekki ţađ sem atvinnulífiđ ţyrfti á ađ halda.  Friđur á vinnumarkađi er m.a. mjög mikilvćgur í ljósi ţeirra fjárfestingarákvarđana sem framundan eru vegna stórframkvćmda.   Stjórnarmenn höfđu einnig áhyggjur af ţví ađ ófriđur á vinnumarkađi gćti reynst atvinnulífinu dýrari ţegar upp vćri stađiđ en ađ standa viđ kjarasamninga gagnvart launţegahreyfingunni.
 
Lesa meira...


Ný ţjónusta: Rekstrarráđgjöf til félagsmanna SVŢ
org.pngSamtök verslunar og ţjónustu hafa ákveđiđ ađ bjóđa upp á almenna rekstrarráđgjöf til félagsmanna sinna frá og međ 1. nóvember 2009. Vegna ţeirra efnahagslegu áskorana sem viđskiptalífiđ mun takast á viđ nćstu misseri er mikilvćgt ađ fyrirtćki fái allan mögulegan stuđning.

Ólafur Reynir Guđmundsson, lögfrćđingur SVŢ, mun sjá um ofangreinda rekstrarráđgjöf. Ólafur Reynir hefur starfađ sem fyrirtćkjaráđgjafi hjá Accenture og Citibank, ásamt ţví ađ hafa stundađ nám viđ Harvard og IE Business School. Beinn sími: 511 3007, gsm 690 5100, netfang: olafur@svth.is


Yfirlýsing forsćtis- og fjármálaráđherra

skjaldarmerki.jpgForsćtisráđherra og fjármálaráđherra hafa fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sent frá sér yfirlýsingu um framgang stöđugleikasáttmálans frá 25. júní sl.

Ađ undanförnu hafa stjórnvöld átt fundi međ fulltrúum Alţýđusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bćja, Kennarasambands Íslands, Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtćkja og Samtökum atvinnulífsins. Í yfirlýsingunni, sem gefin er út međ hliđsjón af viđrćđum á ţessum fundum segir, ađ gerđ stöđugleikasáttmálans síđastliđiđ vor hafi veriđ sögulegur og sameiginlegur áfangi til ađ hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú ţjóđarinnar á framtíđina. Ţađ sem ţegar hafi áunnist viđ framfylgd sáttmálans gefi ótvírćtt til kynna ađ ţađ sé ţjóđarnauđsyn ađ halda ţví verki áfram.

Yfirlýsing forsćtis - og fjármálaráđherra


Lesa meira...


Jákvćđar fréttir úr atvinnulífinu
sa_logo.gifSamtök atvinnulífsins hafa opnađ pósthólf á heimasíđu sinni fyrir jákvćđar fréttar úr atvinnulífinu.  Viđ hvetjum félagsmenn SVŢ til ađ nýta ţetta tćkifćri og setja í pósthólfiđ upplífgandi fréttir frá fyrirtćkjunum. Slóđ á vef SA, www.sa.is


Hćkkun tryggingagjalds
kronur_og_sedlar.jpgKomiđ hefur fram óánćja međ fyrirhugađa hćkkun tryggingagjaldsins og er sú óánćgja skiljanleg. Tryggingagjaldiđ var hćkkađ í 7% um mitt ţetta ár til ađ rétta af fyrirsjáanlegan halla á atvinnuleysistryggingasjóđi. Stađreyndin er sú ađ atvinnulífiđ kemst ekki hjá ţví ađ borga fyrir atvinnuleysiđ, en í lögum nr. 113/1990 er kveđiđ á um ţetta atriđi:

Í 2. gr. laganna segir ađ fyrir lok október ár hvert skal Atvinnuleysistryggingasjóđur gefa fjármálaráđherra skýrslu um fjárhagslega stöđu sjóđsins ţar sem gerđ er grein fyrir fyrirsjáanlegum útgjöldum á nćsta ári međ hliđsjón af horfum um atvinnuleysi og öđrum atriđum sem áhrif hafa á fjárhaglega stöđu sjóđsins. Síđar segir í lagagreininni ađ ef niđurstađa skýrslunnar gefur tilefni til ađ breyta hundrađshluta atvinnutryggingagjalds (sem er hluti af tryggingagjaldi), skuli fjármálaráđherra flytja frumvarp ţar ađ lútandi á Alţingi.

Lesa meira...


Samgöngumál eru forgangsmál

signy_vikudagur_29_10_09_vefur.jpgSamgöngur eru og verđa eitt mikilvćgasta hagsmunamál Íslendinga hvort heldur horft er á búsetu almennings eđa atvinnustarfsemi. Bćttar samgöngur eru brýnar til ađ auka samkeppnishćfni atvinnulífs um allt land. Ţegar ljóst var hvert stefndi í ţessum málaflokki í sumar,  skorađi flutningasviđ SVŢ á stjórnvöld ađ leita nýrra lausna í málaflokknum í stađ ţess ađ leggja árar í bát. Samfélagiđ okkar hefur orđiđ fyrir áfalli en ţađ hefur ekki lagst af og viđ viljum ekki ađ áfalliđ leiđi okkur aftur til fortíđar.

Sjá grein sem birtist í Vikudegi 29. okt. 2009 hér... Samgöngumál eru forgangsmál.

Lesa meira...


1
 


SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Ţín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]