Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Innflutningur á kjúklingum – viðbrögð við kröfu SVÞ
skjaldarmerki.jpgEins og komið hefur fram sendi SVÞ sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf í gær þar sem þess var krafist að heimilaður yrði aukinn innflutningur á kjúklingi þar sem einsýnt væri að innlendir framleiðendur gætu ekki annað innanlandsþörf á næstunni. Í bréfi samtakanna til ráðherrans var á það bent að það sem af er þessu ári hefur salmonellusmit komið upp alls 49 sinnum í íslenskum kjúklingabúum.

Ekki er gott að segja til um hver viðbrögð ráðuneytisins verða, en ef marka má fréttir í morgun mun ráðuneytið flýta sér hægt í málinu. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins lét hafa það eftir sér að  fyrstu athuganir bendi til þess nægar birgðir séu til í landinu, sem verður að teljast furðuleg fullyrðing í ljósi þess að varan hefur verið ófáanleg undanfarna daga. Þá er ennfremur haft eftir upplýsingafulltrúanum að kalla þurfi saman nefnd sem fjallar um innflutningsmál áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun.

Lesa meira...
 


Aukinn kostnaður við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi
merki_sv_fyrir_augl.gifSVÞ hefur mótmælt fyrirliggjandi frumvarpi um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Sú hækkun sem þar er lögð til mun hitta minni fyrirtæki sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins illa fyrir. Sem dæmi má nefna að verði frumvarpið að lögum mun það hafa í för með sér 50% hækkun á eftirlitsgjaldi því sem vátryggingamiðlarar greiða.

Lesa meira...
 


Heimild til útboðs erlendis – vanhugsuð tillaga
rikiskaup.gifLagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup. Frumvarp þetta felur í sér heimild sem veitt er Ríkiskaupum til að ganga inn í stærri útboð sem fram fara erlendis, s.s. í Noregi eða Svíþjóð.

Frumvarpsdrögin eru afar illa unnin og greina ekki frá þeim fjölmörgu neikvæðu áhrifum sem fyrirhuguð breyting mun hafa á íslensk fyrirtæki. 

Lesa meira...
 


Nám í flutningafræði - skráning stendur yfir

opni_hsklinn_hr.jpgOpni háskólinn í HR býður upp á hagnýta námsbraut í flutningafræði (logistics).  Námið var m.a. sett upp í samráði við fagráð flutningasviðs  SVÞ og  í janúar 2011 mun fyrsti hópurinn útskrifast.  Nú þegar er farið að taka við skráningum í næstu námslotu sem hefst 2. febrúar nk. 

Námið sem er ígildi 36 ECTS eininga samanstendur af 6 námslotum.  Námið er hentugt að taka samhliða vinnu þar sem sem kennslutími verður á  mánudögum og miðvikudögum  frá kl.16:30 til 20:00. 

Lesa meira...











1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]