Innflutningur á kjúklingum – viðbrögð við kröfu SVÞ

Eins
og komið hefur fram sendi SVÞ sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf
í gær þar sem þess var krafist að heimilaður yrði aukinn innflutningur á
kjúklingi þar sem einsýnt væri að innlendir framleiðendur gætu ekki
annað innanlandsþörf á næstunni. Í bréfi samtakanna til ráðherrans var á
það bent að það sem af er þessu ári hefur salmonellusmit komið upp alls
49 sinnum í íslenskum kjúklingabúum.
Ekki er gott að segja til um hver viðbrögð ráðuneytisins verða, en
ef marka má fréttir í morgun mun ráðuneytið flýta sér hægt í málinu.
Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins lét hafa það eftir sér að fyrstu
athuganir bendi til þess nægar birgðir séu til í landinu, sem verður að
teljast furðuleg fullyrðing í ljósi þess að varan hefur verið ófáanleg
undanfarna daga. Þá er ennfremur haft eftir upplýsingafulltrúanum að
kalla þurfi saman nefnd sem fjallar um innflutningsmál áður en
ráðuneytið getur tekið ákvörðun.
Lesa meira...