Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Munu lyf lækka 1. október?
pillur1.jpgHeilbrigðisráðherra hefur allt frá því að hann tók við embætti lagt áherslu á að lækka útgjöld til  lyfjamála enda eru lyf talsverður hluti af útgjöldum hins opinbera til heilbrigðismála.  Á ráðherra heiður skilinn fyrir að hafa lagt áherslu á þennan málaflokk, en ekki má draga úr mikilvægi þess að huga að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu, þar sem stór hluti af útgjöldum hins opinbera fer til málaflokksins. Að því er lyfin varðar er þó mikilvægt að benda á þá staðreynd að útgjöld til lyfjamála á verðlagi ársins 2007 hafa nær staðið í stað í krónutölu frá árinu 1998.
Lesa meira...

 


Ákvæði um hámarksmagn koffíns í drykkjarvörum feld úr reglugerð
super_mario_energy_drink.jpgÍ reglugerð um bragðefni í matvælum nr. 587/1993 hefur um langa hríð verið ákvæði sem mælir fyrir um að íblöndun koffíns sé eingöngu heimil í drykkjavörur og að heildarmagnið megi ekki fara umfram 150 mg/l. Hagsmunaaðilar hafa lengi barist fyrir því að umrætt hámark verði felt úr reglugerðinni. Nú hefur sú hagsmunagæsla borið árangur og frá síðast liðnum föstudegi var hámarkskrafan felld úr reglugerðinni.  Opnar þetta möguleika í framleiðslu og innflutningi á koffínríkra orkudrykkja.  Reglugerðarbreytinguna má finna á slóðinni www.stjornarrad.is
Lesa meira...
 
 

Nýsköpun og sóknarfæri í þjónustu og verslun
bifrost_logo.gifHáskólinn á Bifröst og Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst halda ráðstefnu þann 30. september undir yfirskriftinni „Nýsköpun og sóknarfæri í þjónustu og verslun“. Ráðstefnan fer fram á Hotel Nordica Hilton og stendur frá 8.30 - 12.00. Ráðstefnustjóri er Reynir Kristinsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.
Lesa meira...
 
 

Fræðsludagskrá vetrarins hjá SVÞ

merki_sv_fyrir_augl.gifViltu ná meiri árangri í starfi? Viltu bæta sjálfan þig og starfsfólk þitt í sölu, þjónustu og samskiptum við viðskiptavininn? Viltu njóta þess að vera í vinnunni og vera í góðum samskiptum við samstarfsfólkið? Viltu skapa framkvæmdamenningu innan fyrirtækis þíns? Ef svo er, bíddu þá ekki eftir tækifærinu heldur sæktu það sjálfur og nýttu þér námskeiðin sem við bjóðum upp á í vetur.

Skráning á námskeiðin fer fram á svth@svth.is eða á skrifstofu SVÞ í síma 511 3000



Starfsmenntaverðlaunin 2008
starfsmenntaverdlaunin.gifÓskað er eftir tilnefningum þessa dagana til Starfsmenntaverðlaunanna 2008. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem vinna framúrskarandi starf í fræðslumálum og starfsmenntun. Verðlaunin eru veitt í flokki: fyrirtækja, skóla og fræðsluaðila og í opnum flokki, þar sem félagasamtök og einstaklingar geta tekið þátt.
Lesa meira...
 
 

Þjónustan í Kína
kina.verslun.jpgFréttapósturinn brá sér til Kína í ágústmánuði til þess að fylgjast með Ólympíuleikunum og eins og við var að búast var margt sem vakti áhuga. Fyrir starfsmann SVÞ var verslun og þjónusta ofarlega í sinni og án efa það sem kom mest á óvart í allri ferðinni. Þjónustulundin og þolinmæðin var einstök og jákvæðni virtist einkenna allt og alla. Alls staðar þar sem komið var var fólk á tánum, tilbúið að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að greiða götu viðskiptavinarins. Launin eru ekki há í Kína, meðallaun eru 11 þúsund kr. á mánuði, en það virðist ekki koma í veg fyrir topp þjónustu.
Lesa meira...
 
 

Fundur um REACH efnalöggjöfina á Hótel Sögu
reach_veflogo_rgb_jpeg.jpgSVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, Samtök iðnaðarins (SI), Umhverfisstofnun og FÍS - Félag íslenskra stórkaupmanna stóðu fyrir morgunverðarfundi um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir REACH (efnalöggjöf Evrópusambandsins) þann 18. september síðastliðinn. Húsfyllir var á fundinum og stóð dagskráin frá klukkan 9:00 til 12:00. Á fundinum leiðbeindi Doris Thiemann sérfræðingur frá Efnastofnun Evrópu ECHA um skráningarferli fyrirtækja auk þess að fjalla almennt um REACH.
Lesa meira...

 


Háir verndartollar á skó til að hækka lágt vöruverð: Stoppið verndartollastefnuna
eurocommerce.jpgÞann 15. september síðastliðinn sendu EuroCommerce, BEUC (The European Consumer Organisation) og AEDT (European Association of Fashion Retailers) frá sér fréttatilkynningu þar sem Evrópusambandið var hvatt til að fella niður verndartolla sem nú eru á leðurskóm sem fluttir eru inn frá Kína og Víetnam. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fundaði svo með aðildarríkjum ESB í gær (17. september) og niðurstaðan varð sú að aðildarríkin mótmæltu frekari tollum á skóinnflutning frá áðurgreindum löndum.
Lesa meira...
 
 

Smásöluvísitalan

prosentutakn_copy.jpgVelta í dagvöruverslun dróst saman um 2.0% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Á breytilegu verðlagi jókst velta dagvöruverslunar hins vegar um 18,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Þannig er ljóst að neysla minnkar þó neytendur verji mun meira matarinnkaupa nú en áður. Verð á dagvöru hækkaði um 20,5% á einu ári, frá ágúst í fyrra til ágúst á þessu ári. Sama þróun á sér stað í öðrum tegunda verslunar; verð heldur áfram að hækka og samdráttur er í veltu á föstu verðlagi.



Grundtvig – fullorðinsfræðsla

menntaaaetlun_eu.jpgGrundtvig styrkir samstarfsverkefni stofnana  í fullorðinsfræðslu. Styrkir verkefna eru í kringum 2 milljónir ISK til tveggja ára. Tengslaráðstefnur er kjörin vettvangur stofnana til að fara af stað með verkefni. Þátttakendur eru styrktir til að fara á tengslaráðstefnur (ferðir og uppihald). Sjá meðfylgjandi lista yfir þær tengslaráðstefnur sem standa til boða. Allar nánari upplýsingar veitir  Ragnhildur Zoega á skrifstofu menntaáætlunar ESB (rz@hi.is ).




1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]