Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Kjaramál eru á mjög viðkvæmu stigi
sa_logo.gifAðilar vinnumarkaðarsins - SA og ASÍ - hittu ríkisstjórnina á fundi í gær þar sem hún lagði fram drög að yfirlýsingu varðandi aðkomu hins opinbera að lausn kjaramála.   SA og ASÍ eru nú að meta þessar aðgerðir en ljóst er að næstu dagar verða afar þýðingarmiklir varðandi framhaldið.

Nánari umfjöllun á vef Samtaka atvinnulífsins.

Lesa meira...Konur í meirihluta í stjórn SVÞ
stjrn_sv_2011_004_f._vefinn.jpg
Nýkjörin stjórn ásamt framkvæmdastjóra SVÞ
Á aðalfundi SVÞ  þann 17. mars sl. var Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff endurkjörin formaður stjórnar. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Finnur Árnason, varaformaður, forstjóri Haga, Guðmundur Halldór Jónsson, aðstoðarforstjóri Norvikur, Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku, Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eimskipafélags Íslands, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 og Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já Upplýsingaveitna.

Með þessu stjórnarkjöri urðu þau tímamót að þarna urðu konur í fyrsta sinn í meirihluta í stjórn aðildarfélags Samtaka atvinnulífsins.

Lesa meira...Sjáumst á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 7. apríl 2011

sa_logo.gifAðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. apríl kl. 13-16 undir yfirskriftinni Atvinnuleiðin út úr kreppunni. Opin dagskrá hefst kl. 14  með ræðu Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Þá munu fjórir öflugir stjórnendur lýsa atvinnuleiðinni út úr kreppunni, þau Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi er fundarstjóri, en SA hvetja alla sem vilja efla atvinnulífið og kveða niður kreppuna til að mæta á fundinn. Skráning stendur yfir á vef SA og ljóst að það stefnir í fjölmennan fund. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Lesa meira...Ásbjörn Valur Sigurgeirsson bílastæðavörður og Icelandair verðlaunuð fyrir framúrskarandi þjónustu!
img_4314_f._vefinn.jpg
Verðlaunahafarnir ásamt Margréti Kristmannsdóttur, formanni SVÞ. Einar Örn Einarsson, flugþjónn og Inga Jasonardóttir sölumaður tóku við verðlaununum f.h. Icelandair.
– á ráðstefnu SA og SVÞ í morgun

Það ríkti mikil gleði á þéttsetinni ráðstefnu SA og SVÞ í morgun þegar Ásbjörn Valur Sigurgeirsson, starfsmaður Bílastæðasjóðs var verðlaunaður fyrir framúrskarandi þjónustu. Ásbjörn Valur hefur starfað hjá Bílastæðasjóði síðan 1992 og lengst af í bílageymslunni á móti Þjóðleikhúsinu og kunna margir góðar sögur af Ásbirni eftir að hafa átt í samskiptum við hann.

Fréttatilkynning til útprentunar.

Lesa meira...Samráðsþing MAST 2011

mast_2011.pngSamráðsþing Matvælastofnunar verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 14. apríl nk. Tilgangur og markmið samráðsþingsins er að styrkja samskipti stofnunarinnar við eftirlitsþega og aðra viðskiptavini. Á þinginu verða fjórir umræðuhópar þar sem fulltrúum eftirlitsþega gefst kostur á að koma sínum skoðunum á framfæri. Óskað var eftir því að samtökin  tilnefndu fulltrúa sinnar faggreinar á Samráðsþingi MAST 2011 og hefur fyrirtækjum í innflutningi, framleiðslu og sölu matvæla innan samtakanna verið send tilkynning þar um.

Dagskrá þingsins.

Lesa meira...1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]