Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Skrifstofa SVÞ lokar í 2 vikur í sumar
soleyar.jpgSkrifstofa SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu verður lokuð dagana 21. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Við mætum endurnærð aftur til vinnu þriðjudaginn 5. ágúst.


 

Nýtt skilakerfi raf- og rafeindatækja - Undirbúningsfundur
upptvottavel.jpgFimmtudaginn 10. júlí fer fram í Húsi atvinnulífsins undirbúningsstofnfundur félags til að reka skilakerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja. Markmið félagsins er m.a. að kosta geymslu raf- og rafeindatækjaúrgangs og tryggja söfnun og móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi frá söfnunarstöðvum. Félagið er stofnað vegna lagabreytingar sem samþykkt var á nýafstöðnu þingi sem leggur nýjar skyldur á innflytjendur og framleiðendur og felast í því að tryggja förgun þessara tækja að notkun lokinni. Félaginu er ætlað að tryggja að meðhöndlun þessa úrgangs verði með eins hagfelldum hætti fyrir fyrirtækin og kostur er.
 
  

Reglur um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði

utsala.pngÞann 4. apríl síðastliðinn sendi Neytendastofa frá sér reglur um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Í reglunum eru m.a. settar fram reglur um það hversu lengi unnt er að tala um útsölu, tilboð, afslátt eða annað þess háttar áður en lækkað verð verður að venjulegu verði. Reglurnar eru eftirfarandi:

Gildissvið
1. gr.
Reglur þessar taka til útsölu eða annarrar sölu s.s. tilboða, afsláttar og annarra slíkra aðferða sem fela í sér að venjulegt verð á vöru eða þjónustu er lækkað í tiltekinn tíma.
Lesa meira...



SA kanna rekstrarhorfur meðal félagsmanna
sa_logo.gifÍ dag, mánudaginn 7. júlí munu aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins fá senda rafræna könnun á rekstrarhorfum fyrirtækjanna. Markmiðið með könnuninni er að fá skýrari mynd af núverandi stöðu mála og horfunum framundan í íslensku atvinnulífi - bæði hjá stórum fyrirtækjum og smáum og eins innan atvinnugreina. Hægt verður að svara könnuninni til föstudagsins 11. júlí. SA hvetja félagsmenn til að taka þátt í könnuninni en umsjón með henni hefur Outcome hugbúnaður ehf. Ekki verður hægt að rekja til þátttakenda.
Lesa meira...
 
 

Fréttatilkynning um stefnu SVÞ í Evrópumálum
merki_sv_fyrir_augl.gifInnan SVÞ- Samtaka verslunar og þjónustu hefur að undanförnu farið fram skoðun á því hvort félagsmenn telji hag sínum betur borgið með öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Þessi vinna hefur verið framkvæmd í framhaldi af því að stjórn Samtaka at-vinnulífsins beindi því til aðildarfélaga sinna sl. haust að þetta stóra mál yrði tekið til ítarlegrar skoðunar.
Lesa meira...
 
 

Stefnumótunarfundur SVÞ
stefnumotun_svth2.jpgStjórn og starfsmenn SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu héldu stefnumótunarfund á Hótel Flúðum, dagana 1. og 2. júlí. Tveir starfsmenn Capacent voru einnig á staðnum og héldu utan um þá vinnu sem þarna fór fram. Á fundinum komu fram margar góðar hugmyndir um hvernig bæta má enn frekar starfsemi SVÞ og mun starfsfólk nú vinna í að framkvæma þær sem fyrst.Vinnunni er þó ekki lokið og mun starfsfólk funda frekar með Capacent á næstu dögum. Það er samdóma álit hópsins að stefnumótunarvinnan hafi gegnið vel og hafi verið mikilvæg eftir breytingartíma undanfarið.
Lesa meira...
 
 

IRU – International Road Transport Union fjalla um skatta á eldsneyti
iru.jpgAlda mótmæla og vegahindrana sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim undanfarnar vikur hefur ekki og mun ekki leysa vandamálið sem hækkandi olíuverð er, segir forseti IRU, Januz Lancy. Þrátt fyrir að IRU skilji vel þau vonbrigði og kjaraskerðingu sem atvinnubílstjórar hafa orðið fyrir í kjölfar mikilla verðhækkana á olíu, getur IRU engan veginn stutt aðgerðir sem valda því að frjálst flæði fólks og vöru um vegi sé hindrað.
Lesa meira...
 
 

LV-fréttir koma út í annað sinn

vorubill.jpgNú þegar sumarfrí fara í hönd koma LV-fréttir út í annað sinn. Fréttablaðinu er dreift til aðildarfélaga Landssambands vörubifreiðaeigenda. Því er ætlað að upplýsa aðildarfélaga um það helsta sem samtökin hafa tekist á við fyrir hópinn en flutningasviðið heldur utan um hagsmuni allra flutninga hvort heldur er á landi, lofti eða á sjó.

Sem fyrr eru það samgöngumálin sem eru efst á forgangslistanum en fréttabréfið má finna hér...
Lesa meira...

 




1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]