Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Öryggismál í verslunum
thjofur_3.jpgÖryggismál í verslunum eru ávallt til umfjöllunar á vettvangi samtakanna, enda virðist sá vandi sem fylgir þjófnaðarbrotum í verslunum sífellt vera að aukast. Brotin eru skipulagðari en áður og erfiðlega hefur gengið að fá lögreglu og aðra í réttarvörslukerfinu til að taka á þessum vanda af festu. Í mörgum tilfellum þurfa verslanir einnig að taka sig á og upplýsa starfsfólk sitt betur um það sem þarf að varast.

Í gær var haldinn almennur félagsfundur hjá SVÞ þar sem lögreglan veitti mönnum innsýn í brotastarfsemi af þessu tagi og hversu gífurlega skipulögð hún er. Fundur þessi var fróðlegur en þó fyrst og fremst sláandi og sannfærði alla viðstadda um umfang þess vanda sem við er að etja. Fundurinn sannfærði viðstadda einnig um að það er margt sem verslunin getur betur gert til að fræða starfsfólk sitt um þessi mál. Stefna samtökin að því að taka þau mál fyrir með markvissari hætti en verið hefur hingað til.

Lesa meira...


Athugasemdir SVÞ varðandi gjaldtöku Þjóðskrár
skjaldarmerki.jpgHjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis er nú til umfjöllunar frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á gjaldtöku Þjóðskrár Íslands vegna aðgangs að upplýsingum úr þjóðskrá. Eru þar lagðar til verulegar hækkanir gjaldtökunni eða allt frá 150% upp í 220% hækkun frá því sem nú er. Ljóst er að hækkanir þessar munu hafa veruleg áhrif á einstök aðildarfélög SVÞ og þá einna helst sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki.

Markmið frumvarpsins er að styrkja stoðir fyrir gjaldtöku upplýsinga úr þjóðskrá og skapa fjárhagslegan grundvöll til að hefja endurgerð tölvukerfa Þjóðskrár Íslands er varða skrána. Þá er því jafnframt ætlað að styrkja lagastoð fyrir gjaldtöku upplýsinga úr þjóðskrá í því markmiði að auka tekjur af skráarhaldinu til að hefja endurgerð tölvukerfa Þjóðskrár Íslands.

SVÞ hafa gert athugasemdir varðandi umrætt frumvarp enda telja samtökin frumvarpið í óbreyttri mynd vega verulega að hagsmunum aðildarfélaga SVÞ.

Lesa meira...
 

Aðalfundur SVÞ - 15. mars 2012
svth-logo-nytt_03_-_2010.jpgTAKIÐ DAGINN FRÁ
Aðalfundur SVÞ verður haldinn fimmtudaginn 15. mars nk. milli 14 – 17 á 20. hæð í Turninum Kópavogi.

Fundurinn verður með hefðbundnu sniði til að byrja með, almenn aðalfundarstörf fyrir kaffihlé. Að því loknu verður í boði spennandi og óvæntur viðburður sem verður kynntur síðar. Við hvetjum félagsmenn til að taka daginn frá og fjölmenna á aðalfundinn.  

Lesa meira...


Svörum atvinnuleitendum

svrum_atvinnuleitendum_mynd.jpgÍ dag eru um 12.000 einstaklingar án atvinnu hér á landi og því getur borist fjöldi umsókna um hverja lausa stöðu sem auglýst er. Dæmi eru um að fyrirtækjum berist á annað hundrað umsóknir um auglýstar lausar stöður.  Mikilvægt er að þeir sem ekki hafa verið valdir til starfa en hafa sótt um starf fái heiðarlegt höfnunarbréf, símtal eða tölvupóst að lokinni úrvinnslu umsókna og ákvörðun um ráðningu.

Að fá ekki svar við umsókn getur valdið niðurbroti umsækjenda og dregið úr virkni atvinnuleitar.  Hvað fyrirtækið varðar  getur engin svörun haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins en sýn almennings er fyrirtækjum mikilvæg. Ávinningurinn af því að svara umsækjanda er því talsverður fyrir báða aðila. 

Lesa meira...


Fræðslustjóri að láni
kynningarfundur_19.1.2012_-_frslustjri_leigu_002_f._vef.jpgHaldinn var kynningarfundur á Fræðslustjóra að láni, fimmtudaginn 19. janúar 2012, í Húsi Atvinnulífsins.  Á fundinn voru þeir boðaðir sem bera ábyrgð á fræðslu- og mannauðsmálum sinna fyrirtækja og voru gestir um þrjátíu talsins.

Fyrst tók til máls Ástríður Valbjörnsdóttir, starfsmaður Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofugreina og kynnti sjóðinn, markmið hans og réttindi fyrirtækja, en þeir sem hafa hug á að sækja um Fræðslustjóra að láni, sækja um það til sjóðsins.  

Lesa meira...
 

Allsherjarfundur fyrir þátttakendur í Ísland - Allt árið
inspired_by_iceland.pngVinnufundur var haldinn þriðjudaginn 24. janúar s.l. fyrir þátttakendur í verkefninu Ísland - Allt árið á Radisson Blu. Mikil og góð þátttaka var og mættu um 100 manns, þar af voru hátt í  20 frá fyrirtækjum á vegum SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu en alls taka 40 fyrirtæki  þátt í gegnum SVÞ.

Fyrri hluti fundarins fór í kynningar þar sem farið var yfir áhrif haustátaksins, heimboðanna og næstu skref í verkefninu sem er til 3ja ára.  Seinni hluti fundarins fór í hugmyndavinna þátttakenda um framhaldið.  Capacent stýrði þeirri vinnu og von er á niðurstöðum úr henni  fljótlega en fjöldi hugmynda, s.s. um markaðssetningu, tölfræðirannsókir og fl. voru bornar upp og ræddar. 









1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]