Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Gengistrygging fjármögnunarsamninga ólögleg

hstirttur_slands_hs.jpgHæstiréttur kvað í gær upp stefnumarkandi úrskurð um gengistryggingu fjármögnunarsamninga. Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar eru fjármögnunarleigusamningar í raun og veru lán og því væri gengistrygging slíkra gerninga ólögleg.

Ljóst er að þessi niðurstaða mun leysa úr mikilli óvissu fyrir mjög marga atvinnurekendur sem hafa verðið í óvissu með réttarstöðu sína að þessu leyti allt frá hruni. Fjölmargir félagsmenn SVÞ hafa beðið eftir niðurstöðu í þessu máli í ofvæni, ekki síst þeir félagsmenn samtakanna sem eru innan Landssambands vörubifreiðaeigenda, en mjög margir í slíkum atvinnurekstri höfðu tekið lán sambærilegt því sem var til úrlausnar í þessu máli.

Lesa meira...


Ísland - Allt árið
sland_-_allt_ri_-_undirskrift_10.10.2011_vefur.jpgÞann 10. október sl. var skrifað undir samstarfsverkefnið Ísland - Allt árið við hátíðlega athöfn í Hörpunni.  Samhliða undirskrift var verkefninu formlega ýtt úr vör og þá kynnti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra haustátak verkefnisins sem mun standa fram að áramótum. Í þessum fyrsta fasa verkefnisins eru landsmenn hvattir til að bjóða ferðamönnum heim og nú þegar hefur fjöldi heimboða verið birtur á vef átaksins  www.inspiredbyiceland.com .

Umfjöllun í erlendum fjölmiðlum  hefur verið umfangsmikil og jákvæð en í þessum fyrsta fasa verkefnisins, október og nóvember, eru birtar auglýsingar hér heima, í Amsterdam, London, París og Seattle.  Verkefnið mun standa yfir næstu þrjú árin og á þeim tíma er ætlunin að fjölda erlendum ferðamennum utan háannar um 12% á ári og þá að auka verslun erlendra ferðamanna þannig að endurgreiðsla af vsk til ferðamanna utan háannar fari úr 560 milljónum í 800 milljónir á tímabilinu.  

Lesa meira...


Greining á íslenskum lyfjamarkaði
lyf_ii.jpgUndanfarna mánuði hefur farið fram vinna við greiningu á íslenskum lyfjamarkaði og starfsumhverfi lyfjamála almennt. Um er að ræða samstarfsverkefni SVÞ, Frumtaka og Félags atvinnurekenda.

Markmið þessarar greiningarvinnu var að daga saman á einn stað það sem allir hagsmunaaðilar, bæði í einka- og opinbera geiranum vilja breyta og/eða halda óbreyttu í lyfjaumhverfi hér á landi. Þarna hafa öll sjónarmið verið tekin saman og sett fram með eins greinagóðum hætti og unnt er. Eins og ljóst má vera koma í þessu skjali fram sjónarmið sem jafnvel ganga þvert á hagsmuni annarra enda lá það fyrir þegar ráðist var í þessa vinnu að svo myndi verða.

Lesa meira...


Aukin velta í verslunum í september

prosentutakn.jpgÍ fréttatilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar um mælingar í septembermánuði kemur fram að velta í dagvöruverslun jókst um 3,2% á föstu verðlagi í september miðað við sama mánuð í fyrra og um 8,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í september um 1,6% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 5,3% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Sala áfengis jókst um 6,7% í september miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 10,1% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í september 0,3% frá sama mánuði í fyrra.  Verð á áfengi var 3,2%3,1% hærra í september síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Fréttatilkynning frá RSV.

Lesa meira...











1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]