Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Fríverslunarsamningur Íslands og Kína tekur gildi 1. júlí
china_flag.pngNú er komin staðfesting á því frá stjórnvöldum að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína sem undirritaður var fyrir u.þ.b. ári síðan,  mun taka gildi þann 1. júlí n.k. Eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi hafa SVÞ verið mjög fylgjandi gerð þessa samnings og talið að í honum fælust veruleg tækifæri fyrir íslenska verslun.

Með gildistöku samningsins falla niður tollar af öllum algengum iðnaðarvörum sem fluttar eru til landsins frá Kína. Mikilvægt er að árétta að hagræðið af þessum samningi felst fyrst og fremst í því að um beinan innflutning verði að ræða, m.ö.o. varningurinn má ekki hafa verið tollafgreiddur inn í eitthvert aðildarríkja Evrópusambandsins. Eins of hefur komið fram áður  leggur Evrópusambandið toll á ýmsan iðnvarning frá Asíuríkjum, m.a. frá Kína. Hagræðið af þessum samningi fellur því niður ef varan hefur viðkomu, er tollafgreidd  inn í Evrópusambandið.

Lesa meira...


Breytingar á rafmagnsöryggiseftirliti

mannvirkjastofnun.jpgÞann 1. september nk. munu koma til framkvæmda breytingar á fyrirkomulagi varðandi eftirlit með rafmagnsöryggismálum. Helsta breytingin er sú að eftirlitið verður framvegis á forræði Mannvirkjastofnunar en ekki í höndum bæði Mannvirkjastofnunar og Neytendastofu.

Á Alþingi var samþykkt þann 14. maí sl. frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis varðandi breytingu á lögum vegna færslu eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar. Að óbreyttu er fyrirkomulag þessa eftirlits með þeim óheppilega hætti að það er tvískipt, þ.e. því er skipt á milli tveggja aðila sem eru Mannvirkjastofnun og Neytendastofa. Hefur Neytendastofa eftirlit með rafföngum sem ekki eru varanlega tengd mannvirkjum en eftirlit með rafmagnsöryggi almennt og markaðseftirlit með rafföngum er að öðru leyti hjá Mannvirkjastofnun.

Lesa meira...


Pósturinn Páll í íslenskum raunveruleika

pfs.pngBlaðagrein birt í Fréttablaðinu 14.5.2014
Höfundur: Lárus M. K.Ólafsson lögfræðingur hjá SVÞ
Það kannast einhverjir við barnaþættina um póstinn Pál sem brosleitur annaðist störf án skaðlegra inngripa frá opinberum aðilum. Má segja að einfaldleikinn sem þar birtist sé ágætis einföldun á póstmarkaði þar sem á fyrirtækjum hvíla ströng skilyrði neytendum til hagsbóta. Fyrirtækin eru einnig háð því að starfsemi opinberra aðila sé í fullu samræmi við góða og vandaða stjórnsýslu þannig að markaðurinn gangi eins og vel smurð vél – ekki ólíkt og hjá áðurnefndum Páli.

En hvernig er svo stjórnsýsla póstmála? Í stuttu máli er yfirstjórn í höndum innanríkisráðherra en Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur umsjón með framkvæmd málaflokksins. Þá starfar sérstök úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála en heimilt er að kæra ákvarðanir PFS til hennar. Ætla mætti að markaðurinn byggi við ábyrga stjórnsýslu og afskipti stjórnvalda í samræmi við lögbundin hlutverk þeirra. En því miður er þann veruleika eingöngu að finna í áðurnefndum barnaþáttum

Lesa meira...


Rýrnun á vinnustað
Hér á þessari síðu má finna vinnubók og glærur um rýrnun á vinnustað þar sem tekið er m.a. á þjófnaði, svikum samstarfsaðila, stefnu og starfsreglum.  Um er að ræða námsefni ætlað öllu starfsfólki.  

Efnið var þýtt og  unnið af SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu og Skólavefnum með styrk frá Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar.

Leiðbeiningar

Vinnubókin í heild sinni á pdf formi til prentunar
http://skolavefurinn.is/sites/default/files/flettibaekur/ryrnun-pdf/ryrnun-kennslubok-utg8.pdf

Vinnubókin í heild sinni sem flettirit

Vinnubókin kaflaskipt sem flettirit
Glærur
Lesa meira...


Kortavelta ferðamanna í mars

mealvelta__feramann_mars_2014.pngFrétt frá Rannsóknasetri verslunarinnar
Aukning m.a. vegna gjaldheimtu á Geysi
Bandaríkjamenn voru þeir sem greiddu mest með greiðslukortum sínum hér á landi á síðasta ári eða tæpa 14 milljarða króna, sem svarar til um 120 þús. kr. að meðaltali á hvern Bandaríkjamann sem hingað kom. Bretar eru í næsta sæti með um 11 milljarða kr. og þar á eftir Norðmenn með tæpa 9 milljarða.

Sú þjóð sem greiddi mest á hvern einstakan ferðamann voru Svisslendingar sem greiddu með kortum sínum fyrir um 212 þús. kr. á hvern ferðamann. Japanir skildu hins vegar eftir sig aðeins 77 þús. kr. á hvern ferðamann að meðaltali. Hafa ber í huga að kortanotkun er mismunandi eftir menningarsvæðum og löndum og sumir hópar kunna að hafa komið hingað í fyrirframgreiddar pakkaferðir og því ekki þurft að nota greiðslukort sín í eins miklu mæli og aðrir ferðamenn.

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í mars var alls 6,8 milljarðar kr. eða 27,8% meiri en í mars í fyrra. Mikill vöxtur var í menningu- og afþreyingu. Þannig jókst kortavelta í útgjaldaliðnum tónleikar og leikhús í mars um 139% á milli ára og nam 20 millj. kr.  Þá jókst velta í þeim flokki sem nær til ferðamannastaða og sýninga um 105% og var alls 62 millj. kr. Ætla má að þar skipti nokkru að hafin var innheimta aðgangseyris á Geysissvæðið

Lesa meira...


Verðlækkun á dagvöru og fatnaði

prosentutakn.jpgSamkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar jókst velta í dagvöruverslun um 13,7% á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 13,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í apríl um 4,9% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru lækkaði um 0,1% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Fataverslun jókst um 8,8% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Verð á fötum var 0,5% lægra í apríl síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Velta skóverslunar dróst saman um 7,7% í apríl á föstu verðlagi og dróst saman um 5,1% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á skóm hækkaði í apríl um 2,9% frá apríl í fyrra. 

Fréttatilkynning frá RSV.

Lesa meira...









1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]