Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1
Aukin úrræði til að sporna gegn atvinnuleysi

folk.jpgJóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem atvinnuleitendur geta tekið þátt í samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur, svo sem þátttöku í sérstökum átaksverkefnum, frumkvöðlastörfum og sjálfboðaliðastörfum. Enn fremur fjallar reglugerðin um búferlastyrki, atvinnutengda endurhæfingu og fleira. Ráðherra hefur einnig sett reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði. Reglugerðirnar eru settar með stoð í lögum um atvinnuleysistryggingar.

Sjá nánar...


Að skapa framkvæmdamenningu - námskeið á vegum SVÞ
fyrirlestur.jpgStyrktu þig og þína
SVÞ bjóða félagsmönnum og starfsmönnum fyrirtækjanna upp á spennandi fræðsludagskrá í vetur. Námskeiðin eru sniðin að þörfum mismunandi hópa innan fyrirtækjanna og hámark 20 manns á hverju námskeiði. Sverrir Ragnarsson sem er leiðbeinandi á námskeiðunum þykir frábær leiðbeinandi og hefur undantekningalaust fengið toppeinkunn frá þátttakendum.

Næsta námskeið er: Að skapa framkvæmdamenningu og er ætlað stjórnendum og verður fimmtudaginn 29. janúar kl. 8:30 - 12:00.



Lesa meira...


Evrópusamvinna

epropusamvinna.jpgFimmtudaginn 15. janúar næstkomandi verður kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi á vegum Alþjóðaskrifstofu alþjóðastigsins. Kynningin verður haldin á Háskólatorgi klukkan 15.00-18.00.

Skoðið slóðina evropusamvinna.is

Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana. Kjörið tækifæri fyrir alla áhugasama að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.

Sjá auglýsingu um atburðinn...




Úr vörn í sókn: Hvað gerðu finnsku fyrirtækin?
finland-flag.gifÞriðjudaginn 20. janúar næstkomandi efna Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri og Finnsk-íslenska viðskiptaráðið til morgunverðarfundar um hvernig finnskt atvinnulíf snéri úr vörn í sókn í efnahagsþrengingunum í Finnlandi á árunum 1991-1994. Fulltrúar finnskra atvinnulífssamtaka munu lýsa því hvernig finnsk fyrirtæki brugðust við efnahagsþrengingunum og hvað megi af því læra. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu í Sunnusal kl. 8:30-10:00. Skráning og morgunverður frá kl. 8:00. Þátttökugjald kr. 2.500.  


Lesa meira...
 
 

Smásöluvísitalan

prosentutakn.jpgVelta í dagvöruverslun dróst saman um 10,4% á föstu verðlagi í desember miðað við sama mánuð árið áður. Á breytilegu verðlagi jókst veltan um 18,2% á sama tímabili. Í þessu felst að jólaverslunin minnkaði að raunvirði þó neytendur hafi varið fleiri krónum til innkaupanna en árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 32% á einu ári, frá desember 2007 til desember 2008.

Lesa meira...



Upplýsingavefur á ensku um efnahagsástandið á Íslandi

skjaldarmerki.jpgStjórnvöld hafa sett á fót upplýsingavef á ensku vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þar verða aðgengilegar upplýsingar um viðbrögð við því ástandi sem skapast hefur og aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til. Markmiðið er að á vefnum geti fólk fengið heildstæðar upplýsingar á ensku um efnahagsvandann og úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Vefinn má finna hér: http://www.iceland.org/info.

Vilji fyrirtæki eða samtök vísa á vefinn af sínum heimasíðum má nálgast nánari upplýsingar hér: http://iceland.org/info/press/link/.


Lesa meira...


Staðgreiðsla 2009

Skatthlutfall staðgreiðslu er 37,2%rsk.gif
Skatthlutfall í staðgreiðslu 2009 verður 37,2%, þ.e. tekjuskattur 24,1% + meðalútsvar 13,1%.

Persónuafsláttur á mánuði er 42.205 krónur
Persónuafsláttur ársins 2009 er 506.466 eða 42.205 krónur á mánuði.

Tryggingagjald ofl. til staðgreiðslu er 5,34%
Tryggingagjald er 5,19%. Að viðbættu gjaldi í ábyrgðasjóð launa og markaðsgjaldi verður staðgreiðsla þessara gjalda 5,34%.

Frekari upplýsingar er að finna í orðsendingu nr. 1/2009 frá ríkisskattstjóra. 










1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1

Þín áskrift:
[SUBSCRIPTIONS]