Fréttapóstur SVÞ
SVÞ - mynd
1
1 Ráðstefna um rýrnun

ryrnun_radstefna.jpgSVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu í samstarfi við VSI öryggishönnun og ráðgjöf ráðstefnu um rýrnun á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu fimmtudaginn 8. nóvember. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ og Eyþór Jónsson, sviðsstjóri fræðslusviðs VSI settu ráðstefnuna og í kjölfarið fjölluðu þeir Kjartan Már Kjartansson , forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa og Rúnar Örn Rafnsson, rekstrarstjóri hjá Árdegi um þann daglega vanda sem rýrnun í verslununum er og greindu frá forvörnum gegn þessum vanda.

Eftir morgunkaffi ræddi Adrian Beck, sérfræðingur við háskólann í Leicester og aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, um ECR – Road map. Þetta er verkferli sem miðað er við að takmarka sem mest rýrnun, - ekki aðeins í verslunum heldur einnig í öðrum hlutum aðfangakeðjunnar. Í lokinn voru svo pallborðsumræður með þátttöku Adrian Beck og fulltrúum SVÞ og VSI. Meðfylgjandi eru glærur fyrirlesaranna.

pdf Glærur Kjartans

pdf Glærur Adrians



Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ flutti erindi á ársfundi Estonian Traders Association í Tallinn

sj_eistland.jpg Föstudaginn 2.nóvember sl. hélt Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ erindi á ársfundi samtaka verslunarinnar í Eistlandi í höfuðborg landsins, Tallinn. Erindi Sigurðar fjallaði um þróun verslunar í litlu landi, Íslandi, og þróunareinkenni í smásöluverslun. Ársfundinn sátu rúmlega 100 fulltrúar aðildarfyrirtækja og annar erlendur gestafyrirlesari þar var írski öldungadeildarþingmaðurinn Feargal Quinn, en hann stofnaði Superquinn verslunarkeðjuna í Írlandi og rak hana þar til fyrir þremur árum þegar hann seldi hana. Hann er nú jafnframt forseti EuroCommerce, Evrópusamtaka verslunarinnar. Erindi hans fjallaði um verslun á 21.öld.
Lesa meira...




Heilsuhúsið tekur áskorun SVÞ um að stuðla að auknu heilbrigði neytenda
heisuhusid_logo.jpg
Heilsuhúsið hefur sent SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu yfirlit yfir aðgerðir sem leiða eiga til aukinnar hollustu og heilbrigðis neytenda. Allar vörur Heilsuhússins eru lífrænt ræktaðar, sé þess kostur. Það á við í öllum vöruflokkum og er ætlunin að halda því áfram og auka vöruúrval. Heilsuhúsið leggur jafnframt áherslu á að innihaldsmerkingar séu góðar.
Lesa meira...



Framkvæmdastjóri SVÞ talar á málstofu í Háskólanum á Bifröst
bifrost_logo.gif
Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu var gestur á málstofu í Háskólanum á Bifröst þriðjudaginn 30. október síðastliðinn. Í erindi sínu fjallaði Sigurður um þróun í þjónustuviðskiptum og þau tækifærin sem framundan eru. Hvatti hann nemendur til að velja verkefni sem tengdust þessari atvinnustarfsemi sem skapar flest ný störf í landinu og er mest áberandi í útrás atvinnulífsins til annarra landa. Málstofur sem þessi eru haldnar vikulega á starfstíma Háskólans á Bifröst og er aðgangur að þeim öllum heimill auk þess sem allir nemendur skólans í fjarnámi geta fylgst með þeim á netinu.




Árshátíð SÍA – Samband íslenskra auglýsingastofa
arshatid_sia.jpg
Árshátíð SÍA – Sambands íslenskra auglýsingastofa var haldin hátíðleg í Súlnasal á Hótel Sögu föstudaginn 2. nóvember sl. Þema hátíðarinnar þetta árið var útrásin og var mikið um dýrðir. Þar voru m.a. viðstaddir tveir starfsmenn SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í góðu yfirlæti og skemmtu sér hið besta með starfsfólki fyrirtækjanna





Markaðssetningin færist inn í verslanirnar

store_in_store.jpgStórir merkjavöruframleiðendur beina athygli sinni í ríkara mæli en áður að markaðssetningu inni í verslunum. Þeir telja að þar hafi þeir meiri áhrif á val neytenda en í gegnum fjölmiðlana. Samkvæmt Danska Handelsblad mun þessi þróun aukast verulega í Evrópu á komandi árum. Þessa fullyrðingu styrkir frásögn forsvarsmanna Procter & Gamble, einum stærsta aðilanum á þessum markaði, sem segja að um helmingur þeirra 450 milljarða króna sem nú er varið í auglýsingar verði ráðstafað í auglýsingar innan veggja verslana eftir 5 ár.
Lesa meira...




Kjarasamningar að hefjast
sa_logo.gif
Samtök atvinnulífsins, sem fara með kjarasamningagerð fyrir hönd aðildarsamtakanna, eru að undirbúa samninga við samtök launafólks, en flestir kjarasamningar renna út um næstu áramót eða fljótlega eftir þau. Samtökin mynda baksveitir fyrir hina ýmsu kjarasamninga þar sem fulltrúar fyrirtækjanna sem í hlut eiga eru samningamönnum til halds og trausts um allt sem samningana varðar. Það er mikilvægt að reynsla af gildandi samningum komi fram í þessu starfi svo og ábendingar aðila um það sem betur má fara. Fyrirtæki og einstaklingar sem leitað hefur verið til um aðild að bakvarðarliðum hafa tekið því vel og undantekningarlaust tekist á hendur þessi verkefni. SVÞ mun að sjálfsögðu ásamt SA gera grein fyrir þeim samningum sem nást á félagsfundum með þeim er málið varðar.




Markaðseftirlit og ólögmætar eftirlíkingar
neytendastofa.gif
Neytendastofa hefur eftir viðræður við hagsmunaaðila og viðskiptaráðuneytið vakið athygli á því hvort og hvernig æskilegt sé að tengja starfsemi markaðseftirlits Neytendastofu við aðgerðir gegn ólögmætum eftirlíkingum. Hér er á ferðinni þýðingarmikið málefni fyrir neytendur og verslunina því vitaskuld er ekki líðandi að ólöglegar eftirlíkingar merkjavöru berist hér inn á markað og spilli fyrir vönduðu markaðsstarfi söluaðila frumgerðarinnar hér. SVÞ styðja að sjálfsögðu viðleitni til að koma í veg fyrir slíkt.



Tilmæli frá talsmanni neytenda (TN 07-4)
talsmadur_neytenda_logo.jpg
Neytendur fái í hendur strimil um leið og kassakvittun
Að gefnu tilefni og að teknu tilliti til sjónarmiða sem komið hafa fram beinir talsmaður neytenda því vinsamlegast til smásöluverslana að neytendur fái framvegis í hendur strimil yfir það, sem keypt hefur verið, um leið og greiðslukvittun er afhent. Farið er fram á liðsinni SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu við að birta tilmæli þessi á vef samtakanna ásamt hvatningu um að framvegis verði farið að þessum tilmælum.
Þetta tilkynnist hér með.
Virðingarfyllst,
talsmaður neytenda,
Gísli Tryggvason



Innleiðing tilskipunar um raftækja- og rafeindatækjaúrgang eu_flag.jpg
Miðvikudaginn 7. nóvember var haldinn vel sóttur upplýsingafundur um innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um raftækja- og rafeindatækjaúrgang. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 á vegum á vegum Samtaka atvinnulífsins, Félags íslenskra stórkaupmanna, Samtaka iðnaðarins og SVÞ -Samtak verslunar og þjónustu. Í tilskipuninni er gert ráð fyrir að framleiðendur og innflytjendur raftækja og rafeindatækja beri ábyrgð á og greiði fyrir söfnun og förgun úrsérgenginna raftækja og rafeindatækja.
Lesa meira...

1
 


SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - svth@svth.is - www.svth.is

1